Þóra Einars á Vínartónleikum í Háskólabíói 3.-6. jan.

 Þóra Einarsdóttir  syngur á Vínartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands  í ár, á fernum tónleikum í Háskólabíói 3. – 6. Janúar. Tónleikarnir 3., 4. og 5. janúar hefjast kl. 19:30 en tónleikarnir laugardaginn 6., kl. 17. Efnisskráin samanstendur að mestu af flugeldum eftir Strauss-feðga (Adele – Mein Herr Marquis og Spiel ich in die Unschuld, en einnig syngur Þóra Ich schenk mein Herz (Die Dubarry) eftir Millöcker og Im Chambre separee úr Óperuballinu eftir Heuberger.  Nokkur sæti eru laus á tónleikana 5. og 6. en eitthvað fleiri sæti eru enn á boðstólum 3. og 4. Margir eru komnir með bjúg og bauga af öllu reykta kjötinu og hóglífinu og ættu að verða fegnir að skunda í Háskólabíó til að hressa sig við með Strauss og sprelli.  

Miðaverð 3.700 / 3.400

Kaupa miða