Opera for One – Mikael Tariverdiev

Ópera í einum þætti “Biðin” eða “Monologue konu”. 

Tónlist: Mikael Tariverdiev
Ljóð: 
Robert Rozdestvenskiy

Flytjendur:
Alexandra CHERNYSHOVA – sópran
Renata IVAN – pianó

Mikaél Tariverdiev (1931-1996 ) er frægt rússneskt tónskáld 20. aldar, hann skrifaði tónlist fyrir meira en 130 sovíeskar kvikmyndir, t.d. “Seventeen Moments of Spring”, “ The Irony of Fate” o.fl. Auk þess að semja tónlist fyrir kvikmyndir þá skrifaði hann hundrað rómansa, fjórar óperur o.fl. Mikael Tariverdiev skrifaði á sínu seinni árum mörg verk fyrir orgel og frá árinu 1999 í Kalinigrad var stofnuð af konu hans – Veru Tarvierdievu – Alþjóðalega Orgel keppni í nafni Mikael Tariverdiev. Mikael Tariverdiev var marg verðlaunað tónskáld og með stóran aðdáenda hóp viða um heim.

Heimasiða Mikael Tariverdiev: http://www.tariverdiev.ru

Biðin eða Monologue konu eftir Mikael Tariverdiev.
Mónó-ópera í einum þætti. Óperan var frumsýnd árið 1985 í Moskvu.
Þessi ópera er um nútima konu sem bíður eftir draumaprinsinum með mikilli örvæntingu. Öll óperan á sér stað á stefnumóti við karlmann sem konan kom á meira en 30 mínútum fyrr. Þessi kona hefur orðið fyrir mörgum áföllum í einkalífinu. Hún hefur átt peninga og vini en vantar í lífið það sem mestu skiptir – ástina. Verður þetta stefnumót upphafið að ástarsögu eða öðru áfalli í hennar lífi? Tónlistin í óperunni er blönduð af rómantík, nútíma- og kvikmyndatónlist sem gerir þessa óperu einstaka og algjör perlu af rússneskri tónlist 20. aldar. Óperan er flutt á rússnesku. Á þessum tónleikum er einstakt tækifæri á því að njóta tónlistar sem sjaldan er flutt utan Rússlands.

Biðin er hluti af Russian Souvenir menningarverkefni sem tengir saman tónlist og menningu Íslands og Rússlands. Hér er tækifæri að kynnast rússneskri tónlist eins og hún gerist best.

Háskólatónleikar – skólaárið 2016 -2017

Tónleikanefnd Háskóla Íslands efnir til hádegistónleika skólaárið 2016–2017.

Tónleikarnir fara fram í byggingum skólans.

Hér með er auglýst eftir umsækjendum. Umsóknarreglur er að finna á slóðinni

http://www.hi.is/adalvefur/haskolatonleikar.  Sem fyrr nýtur frumflutningur íslenskrar

tónlistar að öðru jöfnu ákveðins forgangs.

Umsóknarfrestur er til 16. JÚNÍ 2016.  Umsóknirnar skal senda rafrænt til Margrétar

Jónsdóttur, netfang mjons@hi.is, og veitir hún allar frekari upplýsingar.

Stefnumót við Brahms – Kærleikssöngvar

P1080083Föstudaginn 28. febrúar kl. 12.00 í Háteigskirkju

flytja Anna Jónsdóttir sópran, Þóra H. Passauer kontra alt og Brynhildur Ásgeirsdóttir píanóleikari dúetta og ljóð eftir J. Brahms. Tónleikarnir eru hluti af „ Á ljúfum nótum Háteigskirkju“ og er Lilja Eggertsdóttir listrænn stjórnandi þeirra.

Á dagskrá tónleikanna eru nokkur þekkt verka J. Brahms og má þar kannski nefna Von Ewiger Liebe, Botschaft, Die Mainacht og svo verða dúettar op. 66 einnig fluttir. Brahms samdi dúettana sumarið 1875 í Ziegelhausen í nágreinni Heidelberg og voru þeir frumfluttir í Vínarborg 29. janúar 1878. Dúettarnir eru 5 og eru ljóðin ekki eftir sömu höfunda.  Dúettarnir sem sönglögin eru í aðalatriðum um fegurð og duttlunga lífsins og ástarinnar.

Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og aðgangseyrir er 1000 kr.

 Frekari upplýsingar gefur Anna Jónsdóttir á annamega@simnet.is  eða í síma 8640426