Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vox Domini 2018!

Það er mikil gleði sem fylgir því að geta opnað fyrir umsóknir í annað sinn í Vox Domini!

Að þessu sinni er keppnin með breyttu sniði þar sem ákveðið hefur verið að horfa til þess hvernig keppnir erlendis eru framkvæmdar.

Í ár eru fyrirfram skilgreindir lagalistar sem velja þarf úr, (listarnir eru að lang mestu leiti byggðir á aðalnámskrá tónlistarskólanna).  Þetta er gert til að reyna að jafna keppnina betur á milli keppenda, þannig að auðveldara sé fyrir dómara að bera saman raddir og flutning, þó að það sé að vísu alltaf flókið.  En við teljum að þetta fyrirkomulag sé betra fyrir alla þætti keppninar.  Að auki verða þrír píanóleikarar á vegum keppninnar sem munu sjá um að spila með öllum þáttakendum.  Ekki er heimilt að nota eigin píanóleikara.  Þarna horfum við til sama fyrirkomulags og tíðkast við fyrirsöng í erlendum óperuhúsum.

Keppendur þurfa því ekki lengur að senda inn nótur með umsókninni, nema í þeim tilvikum þar sem notaðar eru tóntegundir sem ekki er hægt að fá í opinberu útgefnu efni. Notaðar verða nótur í útgefnum tóntegundum sem henta hverri rödd, nema annað sé tekið fram í umsókn.

Búið er að herða og skerpa umsóknarferlið.  Umsækjendur verða að geta sýnt fram á að hafa lokið ÖLLUM forkröfum fyrir hvern flokk.  Ef eitthvað vantar upp á, þá þarf viðkomandi að skrá sig í lægri flokk.

Við erum afar spennt að sjá hvernig til tekst að þessu sinni.  Við tökum að sjálfsögðu við öllum tillögum og ábendingum á netfangið okkar fisis@fisis.is

EKKI ER LENGUR TEKIÐ VIÐ UMSÓKNUM

Með bestu kveðju,
Stjórn Vox Domini
Margrét Eir
Ingveldur Ýr
Egill Árni

Posted in Vox Domini | Leave a comment

Aðalfundur FÍS 21. október 2017

Aðalfundur FÍS verður haldinn 21. október 2017 kl. 10:00 á 3. hæð í húsnæði LHÍ (Skjár 1 var þar áður til húsa). Venjuleg aðalfundarstörf í bland við góðan hitting og hressingar.

Dagskrá fundarins:

 • Hressing
 • Venjuleg aðalfundarstörf
 • Skýrsla stjórnar
 • Endurskoðaðir reikningar
 • Stjórnarkjör
 • Ákvörðun árgjalds. Lagt er til að hækka félagsgjaldið úr 3.000 kr. í 3.500 kr.
 • Önnur mál

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest

Posted in Uncategorized | Leave a comment

“Gleði og gott gengi” – ráðstefna FÍS haldin 2. september í Gjánni Grindavík

Árleg ráðstefna Félags íslenskra söngkennara, FÍS, verður haldin laugardaginn 2. september í Gjánni í Grindavík. Dagskráin hefur breyst aðeins frá því sem áður var auglýst.

Við höfum fengið til okkar marga áhugaverða fyrirlesara, m.a. Guðlaugu Dröfn sem segir okkur frá FÍH skólanum og rythmísku námsskránni, Egil Árna sem segir okkur frá tölvutækni og hvernig hægt er að nýta hana í kennslu, Ingu Guðmundsdóttur sem fjallar um jákvæða sálfræði og Matta Osvald markþjálfa. Síðast en ekki síst höfum við fengið til okkar David Jones til að halda masterclass í lok ráðstefnu. Hann hefur áður haldið masterclass hér á landi svo hann ætti að vera mörgum að góðu kunnugur.

Við ætlum að brjóta upp hið hefðbundna ráðstefnuform og hafa hópavinnu þar sem hver og einn þátttakandi fær að taka þátt í fjórum hópum. Þetta er nýbreytni hjá okkur og vonumst við til að þetta mælist vel fyrir.

Félagsmönnum gefst kostur á snemmskráningargjaldi fram til 20. júní  á 11.000 kr. en eftir það er ráðstefnugjaldið 16.000 kr. Hægt er að leggja staðfestingargjaldið inn á reikningsnr. 0526-26-006460, kennitala 641105-2360.

Hér að neðan er dagskráin:

9:00 – 9:30 Skráning og morgunkaffi

9:30 – 10:00 Salsahristingur – Elías Snorrason

10:15 – 10:45 FÍH skólinn og rythmiska námsskráin – Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir

11:00 – 12:00 Sigraðu sjálfa/n þig. Árangursríkt hugarfar – Matti Osvald PCC markþjálfi

12:00 – 13:00 Hádegishlé

13:00 – 13:45 Tölvutækni og kennsla – Egill Árni Pálsson

13:45 – 14:30 Jákvæð Sálfræði – Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir

14:30 – 15:45 Hópavinna

Hópur 1. Markaðssetning
Hópur 2. Gagnabanki
Hópur 3. Námskráin
Hópur 4. Ímynd tónlistarkennslu

15:45 – 16:00 Kaffi

16:00 – 18:00 Masterclass með David Jones

David Jones hefur haldið masterclassa um allan heim. Endilega skoðið heimasíðu hans þar sem hann birtir ýmsar greinar tengdar söngkennslu: http://www.voiceteacher.com/

Maestro David Jones

 

 

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Vox Domini 2018

Vox Domini verður nú haldin í annað sinn 26.-28.janúar 2018.

Framkvæmdarnefnd keppninnar er að þessu sinni:
Margrét Eir Hönnudóttir
Ingveldur Ýr Jónsdóttir
Egill Árni Pálsson

Framkvæmdanefndin hefur hist einusinni til að ræða framhaldið og næstu skref og það er alveg ljóst að það stefnir í stórkostlega veislu fyrir alla sem taka þátt.

Eftir síðustu keppni, sem jafnan var ein sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi í þessu formi, komu auðvitað upp ýmis mál sem eflaust hefði verið hægt að tækla betur og eins voru fullt af málum sem gengu fullkomlega upp.  Ætlunin er auðvitað að byggja að verulegu leiti á því formi sem var á keppninni í fyrra og byggja ofan á það.

Nánari upplýsingar um skráningu og undankeppni verður birt á Facebook síðu keppninnar, sem og hér á heimasíðunni, um leið og þær upplýsingar liggja fyrir.

Fyrir hönd framkvæmdanefndarinnar,
Egill Árni

Posted in Efst á baugi! | Leave a comment

Vox Domini 2017 – Vinningshafar og rödd ársins

Eins og flestum er kunngt þá fór úrslitakeppnin fram í kvöld þ. 29. janúar 2017 að viðstöddu miklu fjölmenni í Salnum í Kópavogi.  Keppt var í þremur flokkum, miðstigsflokki, framhaldsflokki og opnum flokki.  Einnig var valin rödd ársins og höfðu margir beðið eftir að heyra hver hlyti þann titil.

Rödd ársins var valin og  þá nafnbót hlaut Marta Kristín Friðriksdóttir

Úrslit í Opnum flokki urðu sem hér segir:

 1.  Marta Kristín Friðriksdóttir
 2.  Gunnar Björn Jónsson
 3. Gunnlaugur Jón Ingason

Í Framhaldsstigi hlutu verðlaun:

 1.  Ari Ólafsson
 2.  Jóhann Freyr Óðinsson
 3.  Einar Dagur Jónsson

Í Miðstigi hlutu verðlaun:

 1.  Aron Ottó Jóhannsson
 2.  Ragnar Pétur Jóhansson
 3.  Jökull Sindri Gunnarsson
Posted in Uncategorized | Leave a comment

SÖNGKEPPNIN VOX DOMINI 2017 – ÚRSLIT –

Logo VOX DOMINIEins og flestu söngáhugafólki er kunnugt um þá hefur söngkeppnin Vox Domini staðið yfir nú um helgina.

Hún hófst á föstudaginn 27. janúar  með forkeppni og síðan fylgi undanúrslit eftir í dag, þ. 28. janúar.  Forkeppnin fór fram í Söngskólanum í Reykjavík og undanúrslitin fóru fram í Tónlistarskólanum í Garðabæ.  Þökkum við skólastjórnendum beggja skólanna og starfsfólki fyrir alla aðstoðina við keppnina.  Án þessarar aðstöðu og aðstoð hefðum vart getað hrint þessari keppni í framkvæmd.  Nú er ljóst hvaða keppendur hafa komist í úrslit.

Úrslitin fara fram í Salnum í Kópavogi, sunnudagin 29. janúar kl. 19:00 og er opin almenningi.  Við lofum skemmtilegri keppni og við erum sannfærð um að þarna sjáum við marga af söngvurum næstu framtíðar.

Eftirtaldir keppendur komust í úrslit:

Miðstig

Aron Ottó Jóhannsson

Jökull Sindri Gunnarsson

Ragnar Pétur Jóhannsson

Unnur Helga Vífilsdóttir

Framhaldsstig

Ari Ólafsson

Einar Dagur Jónsson

Hildur Eva Ásmundardóttir

Jóhann Freyr Óðinsson

Þórhallur Auður Helgason

Opinn flokkur

Gunnar Björn Jónsson

Gunnlaugur Jón Ingason

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir

Marta Kristín Friðriksdóttir

Steinunn Sigurdardottir

Eins og fyrr segir fara úrslitin fram í Salnum í Kópavogi kl 19:00 á morgun þ. 29. janúar.

 

Posted in Uncategorized | Leave a comment

VOX DOMINI 2017

Forkeppnin

Eins og fram hefur komið þá fer forkeppnin fram í Söngskólanum í Reykjavík, að Snorrabraut 54, 105 Reykjavík, sem hér segir:

Föstudagur 27. jan – Forkeppni í Söngskólanum í Reykjavík

Kl. 15:00 – 16:00 Miðstig

Kl. 16:00 – 17:45 Framhaldsstig

Kl. 18:00 – 20:00 Opinn flokkur I (A – H)

Kl. 20:00 – 22:00 Opinn flokkur II (I – Ö)

Keppendum verður raðað í stafrófsröð. Þátttakendur skulu vera komnir í skólann eigi síðar en hálf tíma áður en keppnin hefst.

Allir keppendur syngja eitt íslenskt sönglag að hámarki þrjár mínútur og hafa annað tilbúið að eigin vali, að hámarki þrjár mínútur í forkeppninni fyrir stjórn FÍS, ef þurfa þykir.

Stjórn FÍS velur að hámarki tíu þátttakendur úr hverjum flokki í undanúrslit.

Að kvöldi forkeppninnar mun dómnefnd senda þátttakendum tölvupóst með upplýsingum um hvort viðkomandi hafi komist áfram í undanúrslit. Athugið að, þar sem um fjöldapóst er að ræða, getur tölvupósturinn lent í ruslahólfinu.

Við biðjum ykkur því að fylgjast vel með tölvupóstum en einnig verða upplýsingar birtar á heimasíðu félagsins www.fisis.is

Þeir sem nýta sér meðleikara keppninnar geta verið í sambandi við Antoníu Hevesi í síma 864 2125 eða antoniahevesi@gmail.com

Ef forföll verða af einhverjum ástæðum, þá biðjum við ykkur að láta vita sem fyrst.

Einnig ef breytingar verða varðandi meðleikara þá biðjum við ykkur að láta okkur vita á fisis@fisis.is

Undanúrslit

Laugardagur 28. jan – Undanúrslit Tónlistarskólinn í Garðabæ

Kl. 13:00 Miðstig 

Kl. 14:00 Framhaldsstig

Kl. 16:00 Opinn flokkur

Úrslit – Takið eftir breyttri tímasetningu

Sunnudagur 29. jan – Úrslit Salurinn í Kópavogi

Kl. 19:00

Miðstig 

Framhaldsstig 

Opinn flokkur 

Posted in Efst á baugi!, Uncategorized | Leave a comment

Söngkeppni Félags íslenskra söngkennara 2017

VOX DOMINI

Í byrjun næsta árs eða dagana 27. janúar til 29. janúar hleypum við af stokkunum söngkeppni fyrir söngvara sem stundað hafa nám í íslenskum tónlistarskólum.  Keppni þessi er fyrst og fremst hugsuð fyrir söngvara og nemendur í klassískum söng.  Nú gefst íslenskum söngvurum loks kostur á að taka þátt í söngkeppni en fyrir nokkrum áratugum var íslenska sjónvarpið með slíka keppni en hefur ekki verið starfrækt lengi.  Lengra komnum söngvurum, sem eru að feta sín fyrstu spor á söngferlinum og einnig nemendum sem hafa lokið miðstigi eiga þess kost að taka þátt í keppni þessari.  Nánari reglur um tilhögun og kröfur gefur að líta hér.

Keppni félagsins hefur hlotið nafnið:

logo-vox-domini

 

 

Með þessari keppni gefst íslenskum sögvurum og söngvurum framtíðarinnar kostur á að koma fram en eins og félagsmenn okkar vita þá er stór þáttur í náminu og þroska söngvarans að koma fram, aftur og aftur.

Umsóknarfrestur til þess að tilkynna þátttöku er til 30. nóv. n.k.  Hægt er að fylla út umsókn hér á vefnum en einnig er hægt að hlaða niður umsóknareyðublaði hér.  Jafnframt þarf að senda með afrit af prófskírteini og afrit af greiðslukvittun fyrir greiðslu þátttökugjalds.

Þátttökugjaldið er kr. 5.000,-   Ef þátttakandi kemst áfram í undankeppni og eða úrslit greiðist kr. 10.000,- til viðbótar inn á bankareikning félagsins nr. 526-26-6460, kennitala 641105-2360.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Ráðstefna FÍS í Rauða húsinu

Eins og flestum félagsmönnum er kunnugt um þá er hin árlega ráðstefna félagsins þ. 27. ágúst n.k.  Nokkur forföll hafa orðið frá því við kynntum ráðstefnuna nú í vor.  Hér að neðan gefur að líta endurskoðaða dagskrá.

Okkur hefur tekist að fá Þórunni Guðmundssdóttur, aðst. skólastjóra Tónlistarskólans til að segja okkur frá hinum nýja framhaldsskóla í tónlist, sem mun hefja starf nú á næstu dögum, ef marka má nýjustu fréttir.

Einnig hefur okkur tekist að fá Dísellu Lárusdóttur til að segja okkur frá hvernig ungur söngvari kemur sér á framfæri í Bandaríkjunum.

Við erum þeim Þórunni og Dísellu afskaplega þakklát fyrir að bregðast svona vel við með svo stuttum fyrirvara.

Svona lítur svo dagskráin út:

Ráðstefna FÍS 2016

Skrekkur, tækni og tækifæri”

Laugardaginn 27. ágúst í „Rauða húsinu“ á Eyrarbakka

DAGSKRÁ

9:00 – 9:30  Skráning og morgunkaffi

9:30 – 10:15  Hristingur

Anna Berglind Júlísdóttir hitar upp fyrir daginn

10:30 – 11:10  Mækar og meira”

Margrét Eir fer í gegnum grunnatriði í notkun á hljóðnema og uppsetningu á litlum hljóðkerfum

11:15 – 11:45  ”Nýr framhaldsskóli í tónlist?”

Þórunn Guðmundsdóttir aðst.skólastjóri segir frá

11:45 – 12:15  ”Made in the USA”

Dísela Lárusdóttir segir frá reynslu sinni vestan Atlandsála

12:15 – 12:55  Hádegisverðarhlé

13:00 – 14:00  “Creating carrieers – Start-up Óperusöngvari”

Ingunn Sighvatsdóttir umboðsmaður í Berlín segir okkur frá sínu starfi og nútímakröfum til söngvara

14:10 – 14:40  Frammistöðukvíði söngvara

Hulda Sif Ólafsdóttir talar um sviðsskrekk frá fræðilegu sjónarhorni

14:50 – 15:40  Söngkeppni FÍS

Viðar Gunnarsson kynnir söngkeppni FÍS 2017

15:40 – 16:00  Kaffi að hætti hússins

16:00 – 18:00  “Ítalska sönghefðin”

Masterclass með Kristjáni Jóhannssyni, Magnúsi Lyngdal Magnússyni og Antoníu Hevesi píanóleikara.

18:00–18:30 Ráðstefnulok með léttum veitingum í boði félagsins

Posted in Efst á baugi! | Leave a comment

Háskólatónleikar – skólaárið 2016 -2017

Tónleikanefnd Háskóla Íslands efnir til hádegistónleika skólaárið 2016–2017.

Tónleikarnir fara fram í byggingum skólans.

Hér með er auglýst eftir umsækjendum. Umsóknarreglur er að finna á slóðinni

http://www.hi.is/adalvefur/haskolatonleikar.  Sem fyrr nýtur frumflutningur íslenskrar

tónlistar að öðru jöfnu ákveðins forgangs.

Umsóknarfrestur er til 16. JÚNÍ 2016.  Umsóknirnar skal senda rafrænt til Margrétar

Jónsdóttur, netfang mjons@hi.is, og veitir hún allar frekari upplýsingar.

Posted in Efst á baugi!, Tónleika | Leave a comment