Ingveldur Ýr með þrjú námskeið í sumar í Söng-Leiklist

Ingveldur Ýr verður með námskeið fyrir söngnema í sumar þar sem lögð er áhersla á samband leiklistar og sönglistar. Þátttakendur gera leiklistaræfingar, æfingar í sviðsframkomu, fá ýmis tips í sviðsframkomu, vekja upp útgeislun og vinna með praktísk atriði í leiklist söngvarans. Unnið verður með aríur og söngleikjalög.

Námskeiðin eru:

Helgina 10.-11. júní

Helgina 8.-9. júlí

Dagana 13.-18. ágúst (kvöldtímar)

Kennt er í hópum en einnig er hægt að fá einkatíma í söng eða "söngleiklist"

Verð fyrir námskeið 18.000, einkatímar 5000.-

Vasasími 898 0108 ingveldur@hive.is


Aðspurð um efni námskeiðsins segir Ingveldur Ýr að flestir söngvarar hafi á einhverju stigi ferilsins rekið sig á að þeir hefðu þurft að fá meiri leiklistarþjálfun. "Leiklistin situr oft á hakanum þegarallur tími og orka námsins fer í að bæta söngtæknina. Síðan kemur að því að syngja hlutverk og kröfurnar um leikhæfileika söngvarans eru vart minni en hjá útlærðum leikara! Eini munurinn er að við syngjum (oftast…) og leikarar tala. Að sjálfsögðu "talar" tónlistin mjög oft fyrir okkur og gefur okkur "impúlsana" sem leikarinn þarf að finna í talmálinu, en hvernig leysum við það mál? Leikstjóri getur kennt margt, en það er oftast ekki tími til þess þegar á hólminn er komið. Flestir leikstjórar vilja fá söngvara sem leysir málin sjálfur og þarf ekki að eyða tíma í að kenna grunnatriði í sviðsframkomu."