Freischütz loksins á Íslandi! 2.-10. júní

Kolbeinn Ketilsson sem Max

Óperan Der Freischütz, eða Galdraskyttan, eftir Carl Maria von Weber verður sýnd á Listahátíð í Þjóðleikhúsinu á fjórum sýningum, 2., 7., 9. og 10. júní kl. 20.  Galdraskyttan er samstarfsverkefni Sumaróperunnar við Sinfóníuhljómsveit unga fólksins og Dansleikhúsið.  Þátt taka margir af efnilegustu söngvurum yngri kynslóðarinnar, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins og óperukór unga fólksins.  Óhætt er að fullyrða að þetta verði ein viðamesta óperuuppsetning sem farið hefur á svið hérlendis, með átta einsöngvara, þrjá dansara, fimmtíu manna kór og fimmtíu til sextíu manna hljómsveit.


Kolbeinn Ketilsson, einn af helstu söngvurum Íslendinga á erlendri grund, er gestasöngvari sýningarinnar. Aðrir söngvarar eru Hlín Pétursdóttir, Hrólfur Sæmundsson, Elísa Vilbergsdóttir, Guðmundur Jónsson, Herbjörn Þórðarson, Hafsteinn Þórólfsson og Stefán Arngrímsson. 
Hljómsveitarstjóri: Gunnsteinn Ólafsson.  
Leikstjóri: Jón Gunnar Þórðarson.  
Leikmynda- og búningahönnuður: Agnes Treplin. 
Danshöfundur: Irma Gunnarsdóttir. 
Ljósahönnuður: Jón Þorgeir Kristjánsson.



Nú býðst kennurum og nemendum að kaupa miða á þessa einstöku sýningu á afsláttarverði. Venjulegt miðaverð á almennar sýningar er kr. 3.600 en félagsmönnum býðst miðinn á kr. 2900. Einnig bjóðast afsláttarkjör á frumsýninguna, sem er sérstök viðhafnarsýning á Listahátíð í Reykavík.  Þar er almennt miðaverð kr. 4.500 en félagsmenn fá miðann á kr. 3.600.  Miðasala er hjá Miðasölu Þjóðleikhússins, s. 551 1200.

Á vef Þjóðleikhússins má lesa greinargóðar upplýsingar um uppfærsluna hér .