Opera for One – Mikael Tariverdiev

Ópera í einum þætti “Biðin” eða “Monologue konu”. 

Tónlist: Mikael Tariverdiev
Ljóð: 
Robert Rozdestvenskiy

Flytjendur:
Alexandra CHERNYSHOVA – sópran
Renata IVAN – pianó

Mikaél Tariverdiev (1931-1996 ) er frægt rússneskt tónskáld 20. aldar, hann skrifaði tónlist fyrir meira en 130 sovíeskar kvikmyndir, t.d. “Seventeen Moments of Spring”, “ The Irony of Fate” o.fl. Auk þess að semja tónlist fyrir kvikmyndir þá skrifaði hann hundrað rómansa, fjórar óperur o.fl. Mikael Tariverdiev skrifaði á sínu seinni árum mörg verk fyrir orgel og frá árinu 1999 í Kalinigrad var stofnuð af konu hans – Veru Tarvierdievu – Alþjóðalega Orgel keppni í nafni Mikael Tariverdiev. Mikael Tariverdiev var marg verðlaunað tónskáld og með stóran aðdáenda hóp viða um heim.

Heimasiða Mikael Tariverdiev: http://www.tariverdiev.ru

Biðin eða Monologue konu eftir Mikael Tariverdiev.
Mónó-ópera í einum þætti. Óperan var frumsýnd árið 1985 í Moskvu.
Þessi ópera er um nútima konu sem bíður eftir draumaprinsinum með mikilli örvæntingu. Öll óperan á sér stað á stefnumóti við karlmann sem konan kom á meira en 30 mínútum fyrr. Þessi kona hefur orðið fyrir mörgum áföllum í einkalífinu. Hún hefur átt peninga og vini en vantar í lífið það sem mestu skiptir – ástina. Verður þetta stefnumót upphafið að ástarsögu eða öðru áfalli í hennar lífi? Tónlistin í óperunni er blönduð af rómantík, nútíma- og kvikmyndatónlist sem gerir þessa óperu einstaka og algjör perlu af rússneskri tónlist 20. aldar. Óperan er flutt á rússnesku. Á þessum tónleikum er einstakt tækifæri á því að njóta tónlistar sem sjaldan er flutt utan Rússlands.

Biðin er hluti af Russian Souvenir menningarverkefni sem tengir saman tónlist og menningu Íslands og Rússlands. Hér er tækifæri að kynnast rússneskri tónlist eins og hún gerist best.

Háskólatónleikar – skólaárið 2016 -2017

Tónleikanefnd Háskóla Íslands efnir til hádegistónleika skólaárið 2016–2017.

Tónleikarnir fara fram í byggingum skólans.

Hér með er auglýst eftir umsækjendum. Umsóknarreglur er að finna á slóðinni

http://www.hi.is/adalvefur/haskolatonleikar.  Sem fyrr nýtur frumflutningur íslenskrar

tónlistar að öðru jöfnu ákveðins forgangs.

Umsóknarfrestur er til 16. JÚNÍ 2016.  Umsóknirnar skal senda rafrænt til Margrétar

Jónsdóttur, netfang mjons@hi.is, og veitir hún allar frekari upplýsingar.

Ráðstefna FÍS á Hlöðum á Hvalfjarðarströnd

Fyrirsögn


 

hladir07Eins og undanfarin ár þá verður FÍS með sína árlegu ráðstefnu að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd. Ráðstefnur þessar eru orðnar fastur liður í starfsemi félagsins og mikil ánægja hefur verið meðal félagsmanna með þetta framtak.  Hvetjum við félagsmenn til að fjölmenna á ráðstefnuna og einnig að vekja athygli annarra félagsmanna á þessum viðburði.  Sjá kort.  Með því að smella á linkinn opnast mynd af leiðarlýsingunni.  Einnig er til húsa á sama stað Hernámssetrið.

Robin D.
Robin D

Í ár eru 10 ár frá því félagið okkar var stofnað og ber dagskráin þess merki, að um afmælisár sé að ræða. Við fáum m.a. erlendan söngkennara til landsins, Robin D. Robin D. hefur getið sér gott orð á meginlandi Evrópu sérstaklega í rythmiska geira söngkennslunnar.  Hann sýndi því mikinn áhuga á því að koma til Íslands, þegar þetta var fært í tal við hann.  Hægt er að kynna sér fjölmörg myndbönd á www.youtube.com, þar sem gefur að líta starfsaðferðir Robins D

Námskeið í sal FÍH við Rauðagerði í Reykjavík

Robin D verður einnig með sérstakt námskeið fyrir söngvara og söngkennara, sunnudaginn 30. ágúst í sal FÍH við Rauðagerði.   Þar gefst söngvurum færi á að njóta leiðsagnar hans með beinni þátttöku á námskeiðinu og eins gefst þar kjörið tækifæri fyrir bæði söngvara og ekki síður söngkennara að kynnast vinnuaðferðum hans sem hafa á stundum þótt svo áhrifaríkar að líkja mætti við kraftaverk.

Námskeiðinni verður skipt í tvo hluta.  Fyrir hádegi frá kl. 10:00 til kl. 14:00 og síðan síðdegis eftir matarhlé frá kl. 15:00 til kl. 19:00