Leiklistarnámskeið með Bjarna Snæbjörnssyni

Bjarni Snæbjörnss
Bjarni Snæbjörnsson leikari

Það er okkur sönn ánægja að bjóða Félagsmönnum uppá leiklistarnámskeið til að kick-starta árinu.   Kennari verður Bjarni Snæbjörnsson, sem sló svo rækilega í gegn í áramótaskaupinu.   Bjarni er þaulvanur kennari og vonandi nær hann að hrista aðeins upp í okkur og fara með okkur í spennandi heim leiklistarinnar
Endilega skráið ykkur með því að senda
e-mail á Ingveldi Ýr, ingveldur@gmail.com
Námskeiðið verður frá klukkan 10-14:00 í „Snorrabúð“ í Söngskóla Reykjavíkur. Það verður gert stutt matarhlé í hádeginu … Continue reading „Leiklistarnámskeið með Bjarna Snæbjörnssyni“

Katherine Verdolini Abbott, Ph.D., CCC-SLP: Rödd og raddveilur

Námsáætlun: Rödd og raddveilur

Háskóli Íslands

26. – 30. ágúst 2013

Katherine Verdolini Abbott, Ph.D., CCC-SLP

kav25@pitt.edu

Sími: +1-412-983-0836

 Dagskrá

Mánudagur 26. ágúst 10:15 – 13:00

Þriðjudagur 27. ágúst 8:20 – 15:30 (með hádegishléi)

Miðvikudagur 28. ágúst 8:20 – 12:20

Fimmtudagur 29. ágúst 8:20 – 15:30 (með hádegishléi)

Föstudagur 30. ágúst 8:20 – 15:30 (með hádegishléi)

 Kennslustofa

Snorrabúð, fyrirlestrasalur Söngskólans í Reykjavík, Snorrabraut 54

 Markmið námskeiðs

Láta í té upplýsingar um (a) raddveilur og hvers vegna slíkar upplýsingar eru hvort tveggja í senn samfélagslegar og persónubundnar; (b) líffærafræði, lífeðlisfræði og líffræði raddar; (c) algengustu raddmein og hvernig þau hafa áhrif á röddina; (d) meginþættir raddathugunar; og (e) kynning á meginþáttum raddþjálfunar fyrir börn og fullorðna, dæmi um þjálfunarmódel og gagnreyndar aðferðir í meðferð.

Verklag í tímum

Fyrirlestrar og verkefni er tengjast lausnarleitarnámi (problem-based learning); þátttaka nemenda í stýrðum verkefnum er snerta rödd, raddveilur, athugun og meðferð.

 Aðallesefni

Titze, I.R. & Verdolini Abbott, K. (2012). Vocology. Salt Lake City, Utah: National Center for Voice and Speech.

Dags. Viðfangsefni
26. ágúst Kynning á rödd og raddveilum

Líffærafræði barkakýlis

Lífaflfræði og lífeðlisfræði raddar (kynning)

27. ágúst Lífaflfræði og lífeðlisfræði raddar (framhald)

Raddmein

28. ágúst Athugun á rödd

Lögmál hreyfináms (principles of motor learning)

29. ágúst Hvernig bregst skjólstæðingur við meðferð?

Meginþættir raddþjálfunar fyrir börn og fullorðna

30. ágúst Raddþjálfun barna og fullorðinna: útlistun og sýnikennsla

 

Söngnámskeið í Toskana

Það eru enn laus pláss fyrir söngglaða menn og konur á námskeiði sem nefnist Appassionato og verður haldið í Toscana á Ítalíu í október.   Í boði eru einkatímar, þáttaka í Vokal Ensemble og nemendakonsertar í Firenze.

Gisting á staðnum í undurfagurri „villu“ (4 stjörnu hótel) með sundlaug.  Nóttin með hálfu fæði kostar 40 Evrur.

 

Nánari upplýsingar koma hér ef smellt er á krækjuna:

http://www.appassionato.eu/Raffaele_New_2011/A_Musik/Seminar_12_Brochure.pdf

 

Einnig gæti Rósa Krisín Baldursdóttir gefið  nánari upplýsingar ef einhver vill stökkva af stað! (rosa.k.bald@hotmail.com)