Hrafnhildur Ólafsdóttir – 28. maí kl. 20 í Langholtskirkju

Burtfararprófstónleikar Hrafnhildar Ólafsdóttur sópransöngkonu frá Söngskólanum í Reykjavík verða  sunnudaginn 28. maí n.k. kl. 20.00 í Langholtskirkju.  Hrafnhildur er nemandi Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur, en með henni leikur Kolbrún Sæmudsdóttir á píanó.

Á efnisskránni eru ljóðasöngvar eftir Schubert, Grieg og Jórunni Viðar og verk eftir Purcell og Mozart, þar sem Hrafnhildur fær liðsstyrk; Jón Stefánsson leikur á orgel  og  Gróa Margrét Valdimarsdóttir á fiðlu.  Á seinni hluta tónleikanna syngur Hrafnhildur óperuaríur, auk þess að slá á  léttari strengi og fær til liðs við sig kærastann, Orra Hugin Ágústsson, leikara, sem flytur með henni söngva úr þekktum söngleikjum.  Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.