8. stigs tónleikar frá Hjartansmáli 29. maí frestast

FRESTAST TIL HAUSTS VEGNA VEIKINDA! Mánudaginn 29. maí kl. 20:00 halda Birgir Karl Óskarsson, tenór, og Vilborg Helgadóttir, sópran, tónleika í Fella- og Hólakirkju ásamt Gerrit Schuil píanóleikara.  Tónleikarnir eru liður í 8. stigs prófi þeirra frá Nýja söngskólanum Hjartansmáli.  Birgir er nemandi  Jóns Þorsteinssonar, en Vilborg er hjá Gunnari Guðbjörnssyni.  

Á efnisskrá Birgis eru sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns og Sigfús Einarsson, ítölsk sönglög og aríur úr Stabat Mater e. Rossini og úr óperunum Werther e. Massenet og Don Giovanni e. Mozart. Vilborg syngur m.a. lög eftir Hugo Wolf, Grieg, Atla Heimi Sveinsson, Karl Runólfsson og Sigvalda Kaldalóns, óratóríuaríur eftir Bach og Händel og tónlist eftir Kurt Weill og George Gershwin.

Aðgangur ókeypis. Allir hjartanlega velkomnir.