Hlín Péturs á 15:15 tónleikum í Norræna húsinu 28. maí

BEST AÐ BORÐA LJÓÐ OG SERENÖÐUR VIÐ DÖKKAN SPEGIL

er yfirskrift söng-kammertónleika í 15:15 tónleikasyrpunni sem haldnir verða í Norræna húsinu sunnudaginn 28. maí kl. 15.15.  Eins og nafnið gefur til kynna eru tónleikarnir nærandi fyrir sálina, þar sem með fögrum tónum verðaflutt glettnisleg ljóð, rómantískar kvöldlokkur og dökk spegilmynd vatnsins.Á efnisskráni eru lög eftir Jóhann G. Jóhannsson við ljóð Þórarins Eldjárns og Halldórs Laxnes, verkið Im dunklen Spiegel eftir Elínu Gunnlaugsdóttur og Serenaða op.35 eftir Paul Hindemith.  Flytjendur eru: Hlín Pétursdóttir sópran, Eydís Franzdóttir óbóleikari, Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari, Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari, Sigurður Halldórsson sellóleikari og Bryndís Björgvinsdóttir sellóleikari.

Lög Jóhanns G. Jóhannssonar verða flutt í nýjum frábærum búningi höfundar fyrir sópran, óbó, fiðlu, víólu og selló.  Upprunalega voru lögin við ljóðÞórarins Eldjárns samin fyrir dagskrá í Þjóðleikhúsinu en  lögin við ljóðHalldórs Laxnes eru hins vegar samin fyrir leiksýninguna Halldór í Holliwood.

Elín Gunnlaugsdóttir samdi verkið Im dunklen Spiegel haustið 2005 fyrir HlínPétursdóttur og Dísurnar, og var það frumflutt á Selfossi í október það samaár. Verkið er samið við ljóð Barböru Köhler sem nefnist "Das blaue Wunder".Ljóðið er margþætt en í nálgun Elínar er það speiglunin í vatninu sem ræður ferðinni.  Þetta er frumflutningur verksins á Reykjavíkursvæðinu.

Paul Hindemith samdi Serenöðuna, eða litla Kantötu við rómantíska texta, sem brúðkaupsgjöf fyrir konu sína Gertrud.  Hann sagði um verkið að það værivirkilega auðvelt fyrir fólk með eyru að greina það og njóta þess.  Verkiðer samið fyrir sópran, óbó, víólu og selló.  Óbónu fylgir rík ljóðræn hefðog skírskotun til hjarðljóða (pastorale). Hlutverk lágfiðlunnar var ætlað honum sjálfum og sönghlutverkið konu hans.