NÁMSKEIÐ Í ÍTALSKRI SÖNGHEFÐ – Laura Sarti í Iðnó 16. og 17. mars 2012

Laura Sarti, MBE FGS, prófessor við Guildhall School of Music and Drama

Söngnámskeið í ítalskri sönghefð, Bel Canto, fyrir söngnemendur á lokastigum og söngvara sem þegar hafa sigið sín fyrstu skref verður haldið í Iðnó dagana 16. og 17. mars frá kl. 10-16. Námsskeiðið er opið almenningi laugardaginn 17. mars frá 13-16 þar sem hægt verður að fylgjast með Lauru Sarti kenna nokkrum af okkar efnilegustu söngvurum. Einnig verður hægt að taka þátt í námskeiðinu sem áhorfandi. Continue reading „NÁMSKEIÐ Í ÍTALSKRI SÖNGHEFÐ – Laura Sarti í Iðnó 16. og 17. mars 2012“

Söngnámskeið (Masterclass) hjá próf. Normu Enn

Vert er að vekja sérstaka athygli á söngnámskeiði hjá Normu Enn sem fer fram í ýmsum tónlistarskólum í þessari viku.  Áður hafa birst upplýsingar á þessari síðu, hvar og hvenær hún verður í hinum mismunandi skólum.

Einnig er lesendum okkar bent á viðtal við Normu sem birtist hjá Smugumenningunni „Söngneminn mætir í söngtíma til að vekja sér þrá …“

Söngkennarar og söngnemendur eru hvattir til að mæta á þessi söngnámskeið, því þar kennir margra grasa og fróðlegt verður að fylgjast með hvernig Norma Enn kemur til með nýta sér hin ýmsu tölvuforrit við kennsluna og til að sýna áheyrendum hvað er að gerast í röddinni…