Vox Domini 2018

Vox Domini verður nú haldin í annað sinn 26.-28.janúar 2018.

Framkvæmdarnefnd keppninnar er að þessu sinni:
Margrét Eir Hönnudóttir
Ingveldur Ýr Jónsdóttir
Egill Árni Pálsson

Framkvæmdanefndin hefur hist einusinni til að ræða framhaldið og næstu skref og það er alveg ljóst að það stefnir í stórkostlega veislu fyrir alla sem taka þátt.

Eftir síðustu keppni, sem jafnan var ein sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi í þessu formi, komu auðvitað upp ýmis mál sem eflaust hefði verið hægt að tækla betur og eins voru fullt af málum sem gengu fullkomlega upp.  Ætlunin er auðvitað að byggja að verulegu leiti á því formi sem var á keppninni í fyrra og byggja ofan á það.

Nánari upplýsingar um skráningu og undankeppni verður birt á Facebook síðu keppninnar, sem og hér á heimasíðunni, um leið og þær upplýsingar liggja fyrir.

Fyrir hönd framkvæmdanefndarinnar,
Egill Árni

Print Friendly, PDF & Email
This entry was posted in Efst á baugi!. Bookmark the permalink.