“Gleði og gott gengi” – ráðstefna FÍS haldin 2. september í Gjánni Grindavík

Árleg ráðstefna Félags íslenskra söngkennara, FÍS, verður haldin laugardaginn 2. september í Gjánni í Grindavík. Dagskráin hefur breyst aðeins frá því sem áður var auglýst.

Við höfum fengið til okkar marga áhugaverða fyrirlesara, m.a. Guðlaugu Dröfn sem segir okkur frá FÍH skólanum og rythmísku námsskránni, Egil Árna sem segir okkur frá tölvutækni og hvernig hægt er að nýta hana í kennslu, Ingu Guðmundsdóttur sem fjallar um jákvæða sálfræði og Matta Osvald markþjálfa. Síðast en ekki síst höfum við fengið til okkar David Jones til að halda masterclass í lok ráðstefnu. Hann hefur áður haldið masterclass hér á landi svo hann ætti að vera mörgum að góðu kunnugur.

Við ætlum að brjóta upp hið hefðbundna ráðstefnuform og hafa hópavinnu þar sem hver og einn þátttakandi fær að taka þátt í fjórum hópum. Þetta er nýbreytni hjá okkur og vonumst við til að þetta mælist vel fyrir.

Félagsmönnum gefst kostur á snemmskráningargjaldi fram til 20. júní  á 11.000 kr. en eftir það er ráðstefnugjaldið 16.000 kr. Hægt er að leggja staðfestingargjaldið inn á reikningsnr. 0526-26-006460, kennitala 641105-2360.

Hér að neðan er dagskráin:

9:00 – 9:30 Skráning og morgunkaffi

9:30 – 10:00 Salsahristingur – Elías Snorrason

10:15 – 10:45 FÍH skólinn og rythmiska námsskráin – Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir

11:00 – 12:00 Sigraðu sjálfa/n þig. Árangursríkt hugarfar – Matti Osvald PCC markþjálfi

12:00 – 13:00 Hádegishlé

13:00 – 13:45 Tölvutækni og kennsla – Egill Árni Pálsson

13:45 – 14:30 Jákvæð Sálfræði – Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir

14:30 – 15:45 Hópavinna

Hópur 1. Markaðssetning
Hópur 2. Gagnabanki
Hópur 3. Námskráin
Hópur 4. Ímynd tónlistarkennslu

15:45 – 16:00 Kaffi

16:00 – 18:00 Masterclass með David Jones

David Jones hefur haldið masterclassa um allan heim. Endilega skoðið heimasíðu hans þar sem hann birtir ýmsar greinar tengdar söngkennslu: http://www.voiceteacher.com/

Maestro David Jones

 

 

Print Friendly, PDF & Email
This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.