Sköpunin á Listahátíð fyrir austan 27. og 28. maí

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í heldur tónleika á Eskifirði 27. maí kl. 20:00 og á Egilsstöðum 28. maí kl. 15:00. Á tónleikunum verður flutt óratórían Sköpunin eftir Joseph Haydn.

Einsöngvararnir sem taka þátt í flutningnum eru Xu Wen, sópran, Tinna Árnadóttir, sópran, Þorbjörn Rúnarsson , tenór, Þorbjörn Björnsson , baritón og Keith Reed , bassi. Kórinn sem þátt tekur í flutningnum samanstendur af söngfólki víða af Austurlandi.

Þessir tónleikar eru samstarfsverkefni Kirkju- og menningarmiðstöðvarinnar á Eskifirði og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands . Samstarfsverkefnið er liður í því að stuðla að ríku menningarlífi á Austurlandi með þátttöku listamanna sem búsettir eru þar.

Stjórnandi á tónleikunum er Guðmundur Óli Gunnarsson aðalhljómsveitarstjóri SN.Tónleikarnir á Eskifirði er liður í dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2006

Miðasala er hjá Kirkju- og menningarmiðstöðinni Eskifirði s. 476 1742 og á eskkirkja@simnet.is Miðaverð: 2.000