Rannveig Björg Þórarinsdóttir – 28. maí kl. 16 í Salnum

Rannveig Björg Þórarinsdóttir, sópran og Iwona Ösp Jagla píanóleikari halda einsöngstónleika sunnudaginn 28. maí n.k. kl. 16, í Salnum í Kópavogi og eru tónleikarnir liður í burtfararprófi Rannveigar Bjargar frá Söngskólanum í Reykjavík, en þar er hún söngnemandi  Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur.

Á efnisskránni eru   ljóðasöngvar eftir  Schumann, Berlioz, Sibelius og Karl O. Runólfsson og atriði úr óperu Verdis, La Traviata, þar sem Rannveig syngur hlutverk Violettu og fær samnemendur til liðs við sig;   Egill Árni Pálsson tenór syngur hlutverk Alfredos, Ásgeir Páll Ágústsson baritón  föður hans, Germont og Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir Anninu.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.