Sæberg Sigurðsson- 24. maí kl. 20 í Ými

Sæberg Sigurðsson bassi og Gerrit Schuil píanóleikari halda einsöngstónleika miðvikudagskvöldið 24. maí nk. kl. 20 í tónlistarhúsinu Ými við Öskjuhlíð. 

Á efnisskrá tónleikanna eru ljóðaflokkurinn Songs of Travel eftir Ralph Vaughan Williams, íslensk sönglög, aría úr kantötunni Ich habe genug eftir J.S.Bach og aría og dúett úr óperunni Simon Boccanegra eftir Giuseppe Verdi.  Í síðastnefnda atriðinu kemur Elmar Þór Gilbertsson tenór fram með Sæbergi.

Tónleikarnir eru liður í burtfararprófi Sæbergs frá Nýja söngskólanum Hjartansmáli, en þar er hann nemandi Gunnars Guðbjörnssonar.  Á komandi hausti hyggur Sæberg á framhaldsnám í söng við The Royal Scottish Academy of Music & Drama í Glasgow í Skotlandi.

Aðgangur ókeypis og öllum heimill.