Ópera Skagafjarðar með La Traviata í Glerárskóla 25. ág. kl. 16

Ópera Skagafjarðar í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sýna
óperuna La Traviata á Akureyrarvöku, laugardaginn 25. ágúst kl. 16 í
íþróttahúsinu við Glerárskóla.

Ópera Skagafjarðar frumsýndi óperuna á Sæluviku Skagfirðinga síðasta vor við frábærar undirtektir gesta og gagnrýnenda.

Hljómsveitarstjóri: Guðmundur Óli Gunnarsson, leikstjóri / sögumaður: Guðrún Ásmundsdóttir, listrænn stjórnandi: Alexandra Chernyshova

Einsöngvarar: Violetta: Alexandra Chernyshova, Alfredo: Ari Jóhann Sigurðsson, Germont: Þórhallur Barðason, Dottore: Jóhannes Gíslason, Flora: Íris Baldvinsdóttir, Annina: Sigríður Ingimarsdóttir

Auk þess kemur fram kór Óperu Skagafjarðar og 14 manna kammerhljómsveit
Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.

Forsala miða fer fram í Pennanum/Akureyri, Kaupþingi/Sauðárkróki og á
midi.is. Miðaverð er kr. 3000
Frekari upplýsingar um Óperu Skagafjarðar og verkefni hennar er að finna á
www.simnet.is/chernyshova

Video af Libiamo