Nemendaópera SR í Snorrabúð 25./26. nóv.

Skoða plakat

 
 
 
 
 
Nemendaópera Söngskólans verður með sýningu á léttum nótum, undir heitinu Show-business! í tónleikasal Söngskólans – Snorrabúð:
laugardag 25. nóv. kl. 17 og

sunnudag 26. nóv. kl. 17 og 20.
 
Sýningin er unnin undir stjórn Sibylle Köll og Alexander Ashworth, sem jafnframt leikur á píanóið,  og byggir í söng/dans/leik-atriðum úr þekktum Broadway söngleikjum, s.s. Showboat, Oklakoma, South Pacific, West side story og Kabarett.
 
Söngvarar í Nemendaóperunni
eru 18 af nemendum framhalds- og háskóladeilda Söngskólans;
Andri Björn Róbertsson, Aron Axlel Cortes, Ásdís Björg Gestsdóttir, Guðný Birna Ármannsdóttir, Haraldur Sveinn Eyjólfsson,  Hildigunnur Einarsdóttir, Hildur Evlalía  Unnarsdóttir, Hrund Ósk Árnadóttir, Hulda Gísladóttir, Hulda Jónsdóttir, Katrín Louise Hamilton, Linda María Nielsen, María Vigdís Kjartansdóttir, Oddur Arnþór Jónsson, Pétur Oddbergur Heimisson, Sigurður Þengilsson, Steinvör Ágústsdóttir og Vala Sigríður Guðmundsdóttir Yates.
 
Það mun ríkja “kaffihúsastemning” í Snorrabúð 1 klst. fyrir sýningar; boðið upp á kaffi og gosdrykki, möguleiki á að kaupa léttar veitingar.
 
Forsala aðgöngumiða hefst mánudag 20. nóv. í Söngskólanum, sími 552 7366.  Aðgangur kr. 1000.

Styrktarfélagar eiga tvo boðsmiða, á þá sýningu sem þeir velja sér. Vinsamlega hafið samband við Önnu og pantið hjá henni miða.

Velkomin og góða skemmtun
Garðar