Söngskóli Sigurðar Demetz

Söngskólinn Hjartansmál flutti nýverið að Grandagarði 11 og af því tilefni hefur hann fengið nýtt nafn og heitir nú Söngskóli Sigurðar Demetz .  Má með sanni segja að vel fari um starfsemi skólans á nýja staðnum, en Gugga (hér til hliðar á tali við Gerrit Schuil, píanóleikara) og Gunnar Guðbjörns , skólastjórar, hafa lagt ómælda vinnu ásamt starfsfólki skólans í að koma flutningunum og aðlögun húsnæðisins í kring.  Mikið var um dýrðir við opnunarathöfnina að viðstöddum um 100 gestum.  Sr. Axel Árnason sóknarprestur Stóra-Núpsprestakalls flutti bæn, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri flutti ávarp og gaf skólanum formlega hið nýja nafn, nokkrir nemendur sungu, en kennarar skólans fluttu lag Sigurðar Demetz, Gute Nacht.  Til heiðurs Sigurði Demetz hefur verið settur upp vísir að safni í sal skólans með myndum og munum úr lífi hans, en Demmi var verndari skólans, þar til hann lést í apríl sl.  Fleiri myndir

Sr. Axel Árnason og Friðrik Kristinsson, söngkennari

 

 

 

 

Veisluborðið svignaði af dýrindis krásum og það var sko nóg til frammi! 

 

 

 

 

 

 

 

Guðbjörn, Ragnheiður Linnet, Dúfa, Sigurbjörg, Matta og Jóhanna syngja Gute Nacht eftir Demma 

 

 

 

 

 

 

 

Runólfur Birgir Leifsson, fjármálastjóri Menntasviðs Reykjavíkur, Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður Menntaráðs og Gunnar Guðbjörnsson skólastjóri ræða málin

 

 

 

 

 

 

 

Guðbjörg skólastjóri, Vilhjálmur borgarstjóri, Friðrik Kristinsson og Jón Þorsteinsson söngkennarar o.fl. taka lagið

 

 

 

 

 

 

 

 

Tenórarnir þrír, Elmar Þór Gilbertsson, Sigurvin Sigurðsson,  (sonur Elínar Sigurvins) og Þorsteinn Jóhannesson,  (bróðir Sigrúnar Grendal)  í hátíðarskapi

 

 

 

 

 

 

 

 

Magga Pálma og Guðmundur Sigþórsson á léttu nótunum                                                  

 

 

 

 

 

Krúttaraleg hjón, Jóhanna Linnet og Kristján B. Ólafsson rekstrarhagfræðingur