La Bohème í Hörpu

La Bohème er vorverkefni Íslensku óperunnar á árinu 2012 og verður frumsýnd 16. mars n.k.

Uppfærslu Íslensku óperunnar leiða þeir Daníel Bjarnason sem hljómsveitarstjóri og Jamie Hayes sem er leikstjóri.  Frekari upplýsingar er að finna hér að neðan og einnig undir www.opera.is

Í aðalhlutverkum eru Hulda Björk Garðarsdóttir sem Mimì, og Gissur Páll Gissurarson sem Rodolfo, en Þóra Einarsdóttir og Garðar Thór Cortes syngja einnig hlutverkin á tveimur sýningum. Þá syngur Ágúst Ólafsson hlutverk Marcello, Jóhann Smári Sævarsson hlutverk Colline, Bergþór Pálsson syngur hlutverk Benôit og Alcindoro, og Herdís Anna Jónasdóttir, syngur hlutverk Musettu. Þá syngur Kór Íslensku óperunnar í sýningunni, auk þess sem barnakór tekur þátt í uppfærslunni. Hljómsveit Íslensku óperunnar leikur og er konsertmeistari Sigrún Eðvaldsdóttir.

Alls verða sex sýningar á La bohème í vor. Frumsýning verður föstudaginn 16. mars, og síðan verða sýningar laugardaginn 17. mars, laugardaginn 31. mars, sunnudaginn 1. apríl, laugardaginn 14. apríl og föstudaginn 20. apríl. Allar sýningar verða að sjálfsögðu í Eldborg og hefjast kl. 20.