Óp-hópurinn sýnir óperuna Systir Angelica

image001 image004

Óp-hópurinn sýnir óperuna Systir Angelica eftir Puccini laugardaginn 16. mars 2013 kl. 17 og kl. 20 í Tjarnarbíói.
Miðaverð er 3200 kr / 2900 kr fyrir börn yngri en 12 ára og ellilífeyrisþega.
Miðasala er á http://midi.is/leikhus/1/7491/
Afsláttarmiða er hægt að panta fyrirfram með því að senda tölvupóst á midasala@tjarnarbio.is fyrir kl. 16 á föstudag.

Leikstjóri er Randver Þorláksson og Antonía Hevesi er tónlistarstjóri. Óperan er sett á svið í samstarfi við Flensborgarkórinn. Kórstjóri Flensborgarkórsins er Hrafnhildur Blomsterberg. Óperan er flutt á ítölsku en íslenskum texta er varpað á skjá.

Óperan er einþáttungur og tekur um 60 mínútur í flutningi. Í henni eru einungis kvenhlutverk. Aðalpersóna óperunnar, systir Angelica, er þvinguð til að ganga í klaustur eftir að hafa kallað skömm yfir fjölskylduna þegar hún eignast barn utan hjónabands. Sagan lýsir að hluta til viðhorfi samfélagsins til kvenna fyrr á tímum en „skömm“ Angelicu þykir enn fjölskylduskömm víða um heim sem er mætt með útskúfun á einn eða annan hátt. Með uppfærslunni vilja aðstendendur sýningarinnar vekja athygli á alþjóðlegum baráttudegi kvenna (8.mars). Tónlist Puccini er undurfögur og atburðarrásin er harmræn enda tekur aðalsöguhetjan, sem er bæði móðir og nunna, afdrifaríka ákvörðun til þess að hitta barnið sitt sem hún hafði verið neydd til að skilja við.

Persónur og söngkonur:

Suor Angelica:
Bylgja Dís Gunnarsdóttir (kl.17) og Erla Björg Káradóttir (kl.20)
Zia principessa:
Hörn Hrafnsdóttir (kl.17) og Jóhanna Héðinsdóttir (kl.20)
La Badessa: Ingveldur Ýr Jónsdóttir
La Suora Zelatrice: Margrét Einarsdóttir
La Maestra Della Novizie: Helga Magnúsdóttir
Suor Genovieffa: Hanna Þóra Guðbrandsdóttir
Suor Osmina/Suor Dolcina: Björg Birgisdóttir
La Suora Infermiera: Svava Kristín Ingólfsdóttir
Le Cercatrici/Le Converse: Edda Austmann og Valgerður G. Halldórsdóttir
Una Novizia: Þórunn Marinósdóttir
Le Novize: Nemendur úr Söngskólanum Domus Vox: Alma Ágústsdóttir, Bryndís Eva Erlingsdóttir, Dagbjört Andrésdóttir og Rakel Rósa Ingimundardóttir.

Flensborgarkórinn
Píanó: Antonía Hevesi
Orgel/Celesta: Lenka Mateova
Harpa: Sophie Schoonjans

GONDÓLAGÆJAR OG GLÆSIPÍUR í Iðnó

email_gondoliers2GONDÓLAGÆJAR OG GLÆSIPÍUR í Iðnó

í uppsiglingu er sýning Nemendaóperu Söngskólans í Reykjavík;

Gondólagæjar og glæsipíur

Sýnd í Iðnó, aðeins þrjár sýningar og væntanlega uppselt  á þær allar!

Frumsýning 11. mars kl. 20:30

2. sýning 12. mars kl. 20:30

3. sýning 13. mars kl. 20.30

Þetta verður stórskemmtileg sýning !
Fullt miðaverð er 2.800 – 25% afsláttarmiðar í Söngskólanum = 2.100
– afsláttarmiða þarf að panta í Söngskólanum 552 7366 / songskolinn@songskolinn.is
miðar á midi.is og Iðnó á fullu verði.

Óperan Eugene Onegin

Eftir mjög vel heppnaða uppfærslu á óperunni Toscu eftir Giacomo Puccini í Keflavíkurkirkju síðasta sumar, vaknaði sú hugmynd að stofna til árlegrar sumar óperuhátíðar í Reykjanesbæ. Þetta sumar bjóðum við upp á en stærri óperuuppfærslu en Tosca var.

Óperan sem flutt verður í sumar heitir „Eugene Onegin“ og er eftir rússneska tónskáldið Pjotr Tschaikovsky við sögu Púskin. Óperan fjallar um ástir, vináttu og afbrýði sem endar með einvígi þar sem Onegin drepur vin sinn Lensky. Sagan hefst í sveitasælu og endar á hátíðlegu balli Gremins fursta í St. Pétursborg. Tónlistin er stórfengleg, rómantísk og lagræn. Sungin verður íslensk þýðing Þorsteins Gylfasonar á verkinu sem flutt var í Íslensku óperunni 1993. Einsöngvarar í sýningunni eru: Jóhann Smári Sævarsson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Rósalind Gísladóttir, Viðar Gunnarsson, Dagný Jónsdóttir, Hörn Hrafnsdóttir, Egill Árni Pálsson, Bragi Jónsson, Gunnar Kristmannsson og Sigurjón Jóhannesson. Leikstjórn verður í höndum Jóhanns Smára og tónlistarstjórn í höndum Antoniu Hevesi.

Sýningar fara fram í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ.

Miðasala er hjá midi.is