Fyrirlestur prófessors Normu Enns

Eins og tilkynnt var um miðjan desember þá heldur prófessor Norma Enns fyrirlestur n.k. laugardag kl. 13:00 í Söngskólanum í Reykjavík.  Efni fyrirlestrarins verður um notkun nýjustu tækni í söngkennslu og í fjarkennslu.

Eins og að framan segir þá verður fyrsti fræðslufundur okkar á nýju ári haldinn laugardaginn 14. janúar kl 13.00 í Snorrabúð Söngskólans í Reykjavík. Hann verður með hátíðlegasta sniði því við höfum fengið til liðs við okkur prófessor Normu Enns frá
tónlistarháskólanum í Hannover, en hún er einnig fráfarandi formaður evrópusambands söngkennara. Hún mun fjalla um notkun nýjustu tækni í söngkennslu, bæði innan skóla og í fjarkennslu. Að fyrirlestri loknum verða að vanda veitingar í boði félagsins og reiknum við með líflegum umræðum að fyrirlestri loknum. Ég vil hvetja félaga til að gera sér mat úr heimsókn þessarar mætu konu. Hún verður með upplýsingar fyrir okkur á prenti, einnig getum við fengið upplýsingar beint inn á fartölvur eða usb-lykil.

Hún verður gestur okkar í heila viku og verður með masterklassa sem hér segir:

Mánudagur 16. janúar
10 – 13         Söngskólinn í Reykjavík – Snorrabúð
17  – 19        Söngskóli Sigurðar Demetz  – Salur

Þriðjudagur 17. janúar
13 – 16         Söngskólinn í Reykjavík – Snorrabúð

Miðvikudagur 18. janúar
18 – 20 Nýi tónlistarskólinn – Salur

Fimmtudagur 19. janúar
17 – 20 Tónlistarskólinn í Reykjavík – Salur

Föstudagur 20. janúar
13 – 16 Listaháskóli Íslands – Sölvhóll, salur á mótum Klapparstígs og Skúlagötu

Aðgangur til áheyrnar er öllum heimill og skulum við hvetja
samstarfsfólk okkar og nemendur til að mæta, það er ekki á hverjum degi sem slíkt tækifæri býðst.

Hér að neðan gefur að líta nánari upplýsingar um prófessor Normu Enn.

Chairperson of the Voice Department• born in Canada, grew up on a grain farm,
• studied sacred music (diploma), then piano pedagogy  (A.M.M.), viola and voice attaining a double major B. Mus. Hons. degree.
• First professional experience as violist, conductor of a school orchestra, teacher and accompanist while continuing voice lessons.
• In 1973 she moved to Hannover, Germany for further study at the Hochschule für Musik und Theater Hannover, where she was awarded the opera diploma in 1977 and the concert diploma 1978.Since then she has been active as concert singer singing mainly oratorio, Lied and music of the 20th century, working together with many ensembles, theatres and composers.  Numerous works were commissioned for her, she sang premiere and first performances, recorded CDs, especially with Ensemble L’art pout l’art (Hamburg), she made many radio and TV recordings with major European and international producers.Her teaching experience began in a private studio beginning in 1977. She has taught singing and contemporary music at the Hochschule für Musik und Theater Hannover since 1987, first as part-time lecturer 1987-94, when she was named Professor. She is currently Chairperson of the Voice Department.
She is internationally in demand for master classes and lectures. From 2000 – 2006, she was Vice-President of the Bundesverband Deutscher Gesangspädagogen and she has been President of the European Voice Teachers Association since 2004.