Hrólfur með Óp-hópnum í ÍÓ þri. 23. feb. kl. 12.15

 Fimmtu hádegistónleikar Óp-hópsins í Íslensku óperunni í vetur verða þriðjudaginn 23. febrúar kl. 12.15. Fram koma flestir meðlimir hópsins, en sérstakur gestur á tónleikunum er Hrólfur Sæmundsson barítónsöngvari, sem syngur um þessar mundir við óperuhúsið í Aachen.

Á efnisskránni verða m.a. aríur og samsöngur úr óperunum Carmen, Pagliacci og Leðurblökunni.

Miðaverð er aðeins 1.000 kr. og taka tónleikarnir um 40 mínútur í flutningi. Gestir geta keypt samlokur, sælgæti og drykki í anddyri Íslensku óperunnar fyrir og eftir tónleikana.