Fyrsti fræðslufundur vetrarins í Söngskólanum 27.okt. n.k.

Linklater skólinn og tæknin

Nú er komið að fyrsta fræðslufundi vetrarins, en þá kemur Margrét Eir til okkar og kynnir Linklater skólann og tæknina.
Margrét Eir stundaði nám við Linklater Center í New York, en tæknin byggir að einhverju leiti á að vinna með röddina út frá leiklist, túlkun og tilfinningum.
Lesa má um skólann hér: http://www.thelinklatercenter.com/

Fundurinn hefst kl. 13 og  verður í Söngskólanum í Reykjavík. Kaffi/te og meðlæti í boði félagsins.

Hvetjum alla til að mæta og fræðast!

Söngnámskeið í Toskana

Það eru enn laus pláss fyrir söngglaða menn og konur á námskeiði sem nefnist Appassionato og verður haldið í Toscana á Ítalíu í október.   Í boði eru einkatímar, þáttaka í Vokal Ensemble og nemendakonsertar í Firenze.

Gisting á staðnum í undurfagurri „villu“ (4 stjörnu hótel) með sundlaug.  Nóttin með hálfu fæði kostar 40 Evrur.

 

Nánari upplýsingar koma hér ef smellt er á krækjuna:

http://www.appassionato.eu/Raffaele_New_2011/A_Musik/Seminar_12_Brochure.pdf

 

Einnig gæti Rósa Krisín Baldursdóttir gefið  nánari upplýsingar ef einhver vill stökkva af stað! (rosa.k.bald@hotmail.com)