5 daga námskeið Elisabeth Meyer-Topsøe 27.-31. ágúst í SR

 Dagana 27. til 31. ágúst n.k. verður Elisabeth Meyer-Topsøe með söngnámskeið á vegum Söngskólans í Reykjavík. Daglega verða masterklassar kl. 10-13, en einkatímar kl. 15-18.
Verð:
Einkatímar (45 mín.) kr. 5.775,
Virk þátttaka (komið upp hvern dag, má deila plássi) í masterklass kr. 17.500,
Áheyrn kr. 5.000 alla dagana en kr. 1.500 fyrir hvern stakan dag.

Elísabeth Meyer-Topsøe
er ein þekktasta óperusöngkona Danmerkur.  
Hún hefur undanfarin ár sungið við öll stærstu óperuhús Evrópu.   Er þess skemmst að minnast er hún söng eina Rínardætra í Niflungahring Wagners í marg-lofaðri uppfærslu dönsku óperunnar.

Elisabeth Meyer-Topsøe  kemur nú hingað þriðja sinni til tónleika- og/eða  námskeiðahalds –  skólastarf SR sl. vetur hófst með námskeiði hennar, við góðar undirtektir allra sem þar komu við sögu.

Söngskólanemar hafa frían aðgang að áheyrn í “Masterklass”og afslátt af gjaldi fyrir einkatíma og virka þátttöku

Umsóknarfrestur er til 17. ágúst og best að skrá sig á  songskolinn@songskolinn.is
Skrifstofa skólans er opin dagl. kl. 10.00 – 16.00 – og eru nánari upplýsingar veittar þar.