Spjallfundur á Hótel Natura þ. 10. mars n.k.

Hver veit nema þessi taki á móti okkur!
Hver veit nema þessi taki á móti okkur!

Kæru félagar!
Nú fer að líða að spjallfundinum okkar sunnudaginn 10. mars. Að þessu sinni verður fundurinn haldinn á Hótel Natura kl. 12.30-14.
Á Natura er prýðis veitingastaður sem er einmitt með „brunch“ í gangi á þessum tíma. Döguðurinn (brunchinn) kostar kr. 3000.- en öllum er frjálst að velja hvað sem er af matseðli.

Á spjallfundinum er tilvalið að hittast til að ræða ýmis mál sem varða söngkennslu. Nú eru spennandi tímar framundan sem gaman væri að velta fyrir sér. T.a.m. kemur nýr rektor til starfa til LHR í vor sem án efa mun koma með breytingar. Nú er nýbúið að stofna blásarakennaradeild í lhr og kanske tímaspursmál hvenær fleiri slíkar deildir verða stofnaðar þ.á.m. kanske söngkennaradeild, hugsanlega jafnvel ryþmískri deild.

Ef við hugsum til framtíðar, hvernig myndum við vilja sjá slíka deild?

Ef við síðan horfum á starfið í dag, erum við sátt við þann ramma sem við vinnum í, með tilliti til námsskrár, gæðastuðuls og árangurs? Viljum við sjá breytingar? Að gamni; ef heimurinn væri fullkominn, hvernig myndum við vilja sjá framtíð söngkennslu á Íslandi?
Þetta eru einungis hugmyndir um spjallefni á fundinum, en þar getum að sjálfsögðu rætt um hvað sem okkur liggur á hjarta. Auk þess mun ýmislegt upplýsast varðandi ráðstefnu haustins.

Veitingastaðarins vegna væri afar gott ef þið, sem eruð ákveðin í að mæta, létuð okkur vita, en það er þó engin skylda. Gaman væri að sjá sem flesta!