Brúðkaup Fígarós í Langholtskirkju 5./7. des. kl. 20

 Óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz flytur Brúðkaup Fígarós í Langholtskirkju laugardaginn 5. desember kl. 20 og mánudaginn 7. desember kl. 20. Í þessari uppfærslu Keiths Reed fer sagan fram í banka og lýsir hjónabandi og ástarmálum á tímum bankakreppu.

Stjórnandi/leikstjóri: Keith Reed, píanóleikari: Marco Belluzzi og sögumaður: Arnar Jónsson leikari. Miðasala við innganginn. Verð: 1.500 kr.



Að þessu sinni fer sagan fram í banka og lýsir hjónabandi og ástarmálum á tímum bankakreppu. Almaviva hinn kvensami greifi er orðinn útrásarvíkingur og bankastjóri sem reynir að notfæra sér og komast yfir ungar og fallegar stúlkur. Fígaró sem bráðlega kvænist Súsönnu er skrifstofustjóri og aðstoðarmaður hans. Rósína eiginkona Almaviva greifa er eigandi eignarhaldsfélags og Súsanna aðstoðarstúlka hennar. Cherúbínó er sendill, Basilíó félagsráðgjafi, Bartolo lögfræðingur en Marcellina er gömul og bitur bankastarfskona sem ánetjast hefur eiturlyfjum.