Aðalfundur FÍS var haldinn 6. okt. s.l.

Aðalfundur FÍS var haldinn laugardaginn 6. október s.l. í húsakynnum FÍH við Rauðagerði í Reykjavík.
Formaður stjórnar, Hlín Pétursdóttir skýrði frá störfum félagsins. Í störfum félagsins bar hæst ráðstefna sú, sem var haldin á Akranesi undir einkunnarorðunum „Fjölbreytni í fyrirrúmi“  Einnig ber að geta heimsóknar Normu Enns sem var formaður EVTA, félags söngkennara í Evrópu.
Gjaldkeri stjórnar Dagrún Hjartardóttir flutti skýrslu um rekstur félagsins og voru reikningar bornir undir aðalfund og síðan samþykktir.  Tekjur félagsins á starfsárinu voru 435 þúsund krónur og útgjöld 594 þúsund krónur.
Ný stjórn var kosin. Ingveldur Ýr Jónsdóttir var kosin formaður í stað Hlínar Pétursdóttur sem varð að hverfa úr stjórninni vegna sérstakra ákvæða í lögum félagsins um að stjórnarmenn geti einungis setið í fimm ár.  Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir var kosin í aðalstjórn en Anna Sigríður Helgadóttir og Svava Kristín Ingólfsdóttir voru kosnar í varastjórn.