Styrkþegi til Bayreuth 2012

Richard Wagner félagið á Íslandi, sem starfað hefur frá árinu 1995, mun á komandi ári í sextánda  sinn styrkja ungan íslenskan tónlistar- eða leiklistarmann til að sækja Wagnerhátíðina í Bayreuth.

Styrkveiting félagsins felst í því að það leggur fram ákveðið framlag til Richard Wagner Stipendienstiftung í Bayreuth og fær í staðinn að senda Íslending á hátíðina. Styrkþegar eiga að vera á aldrinum 18 til 35 ára.

Umsóknareyðublöð fást hjá formanni félagsins, Selmu Guðmundsdóttur. Sjá heimilisfang og netfang hér að neðan.  Umsóknir þurfa að berast fyrir 15. janúar.

 Richard Wagner félagið á Íslandi, sem starfað hefur frá árinu 1995, mun á komandi ári í sextánda  sinn styrkja ungan íslenskan tónlistar- eða leiklistarmann til að sækja Wagnerhátíðina í Bayreuth.

Styrkveiting félagsins felst í því að það leggur fram ákveðið framlag til Richard Wagner Stipendienstiftung í Bayreuth og fær í staðinn að senda Íslending á hátíðina. Styrkþegar eiga að vera á aldrinum 18 til 35 ára.

 

Sá sem fyrir valinu verður í sinn hlut án endurgjalds:

 

  1. Miða á sýningar á Lohengrin, Tannhäuser, Meistarasöngvarana og Parsifal 8.- 11.  ágúst.
  2. Aðgang að undirbúningsfyrirlestrum á sýningarnar.
  3. Leiðsögn um Franz Liszt safnið í Bayreuth.
  4. Leiðsögn um Festspielhaus.
  5. Leiðsögn um borgina Bayreuth
  6. Sameiginlegan hádegisverð styrkþeganna alla dagana.
  7. Styrkþegaveisla 10. ágúst.

 

Tekið skal fram að auk þess, sem styrkþegi fær að njóta án endurgjalds samkvæmt ofangreindu, þá er höfð milliganga um að útvega gistingu á hóflegu verði.

 

Menntamálaráðuneytið hefur auk þessa á undanförnum árum veitt R. Wagner félaginu styrk  sem styrkþegar, búsettir á Íslandi, hafa fengið upp í ferðakostnað.

 

Styrkþegar til þessa hafa verið:

Anna M. Magnúsdóttir tónlistarfræðingur og semballeikari 1998

Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari 1999

Tómas Tómasson bassasöngvari 2000

Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur og píanóleikari 2001

Jónas Guðmundsson tenór (í námi í Berlín) 2002

Davíð Ólafsson bassasöngvari. 2003

Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenórsöngvari 2004

Helga Rós Indriðadóttir sópransöngkona 2005

Þóra Einarsdóttir sópransöngkona 2006

Elísa Vilbergsdóttir sópransöngkona 2006

Egill Árni Pálsson tenór 2007

Þorvaldur Þorvaldsson bassasöngvari 2008

Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri 2009

Júlíus K. Einarsson baryton 2010

Víkingur Heiðar Ólafsson 2011

 

Richard Wagner félagið á Íslandi

Vesturgötu 36B -101 Reykjavík-sími 5517292-fax 5516592 e-mail:selmag@centrum.is