Mótmæli við Ráðhús Reykjavíkur þri. 1. feb. kl. 13.30

Smelltu á myndina til að stækkaÍ dag safnast tónlistarkennarar og aðrir tónlistaráhugamenn saman við Ráðhús Reykjavíkur kl. 13.30 til að mótmæla fyrirhuguðum niðurskurði á fjárframlögum til tónlistarskóla úr um 783 milljónum árið 2010 í 620 milljónir í ár, um 163 milljóna lækkun og er það mesti hlutfallslegi niðurskurður sem nokkurt svið þarf að þola. Þetta bætist ofan á þann niðurskurð sem þegar hefur átt sér stað.
Á sama tíma hækka framlög til íþrótta um 191 milljón úr 1,394 milljörðum í 1,585 milljarða.

Þó að tilgangurinn með mótmælunum sé ekki að fara fram á að framlög til íþrótta verði skorin niður, hefur verið bent á að ef framlög til íþróttamála og tónlistarskóla verða látin standa í stað, verður sparnaður, sem hljóðar upp á 28 milljónir. 191-163=28. Þessar 28 milljónir mætti hreinlega spara, eða nota til nýtilegra verkefna.