“Gleði og gott gengi” fyrirlesarar

“Gleði og gott gengi”

Fyrirlesarar á ráðstefnu FÍS haldin þann 2. september 2017 í Grindavík

Elías Snorrason

Guja Sandholt mezzó-sópran býr í Amsterdam í Hollandi og starfar þar sem sjálfstætt starfandi söngkona. Á undanförnum árum hefur hún unnið við ýmis verkefni í Hollandi, á Íslandi og víðar. Má þar til dæmis nefna hátíðina Óperudaga í Kópavogi en Guja var listrænn stjórnandi hennar og „Nieuwe Stemmen“ prógrammið á Operadagen Rotterdam fyrir unga og upprennandi söngvara en þar söng hún hlutverk Neróne í Poppea Remixed. Í fyrrasumar skipulagði hún og kom fram á þrennum tónleikum á Sumartónleikum í Skálholti og sumarið 2015 hún upp óperuna The Bear eftir William Walton á Players í Kópavogi ásamt nokkrum öðrum íslenskum listamönnum. Sú sýning vakti talsverða athygli og varð kveikjan að Óperudögum í Kópavogi.

Guja hefur líka tekið þátt í flutningi á óratoríum á borð við Mattheusarpassíuna og Jólaóratoríuna eftir J.S.Bach, Requiem eftir Mozart og Duruflé, Stabat mater eftir Dvorak, Pergolesi og Abos, Messías eftir Handel og Messu í C eftir Beethoven á undanförnum misserum og sungið á hátíðum eins og Grachtenfestival, Holland Festival og Over het IJ Festival í Amsterdam. Hún syngur einnig reglulega með Hollenska útvarpskórnum og kemur reglulega fram á ljóðatónleikum með Heleen Vegter, píanista. Árið 2013 fór hún sem styrkþegi Wagner-félagsins til Bayreuth í Þýskalandi og á árunum 2011-2012 starfaði hún fyrir eistneska tónskáldið Arvo Pärt og fjölskyldu hans um hríð.
Guja stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, Guildhall School of Music and Drama í London, Mozarteum tónlistarháskólann í Salzburg og hjá Jóni Þorsteinssyni og Charlotte Margiono við Konservatoríið í Utrecht í Hollandi. Hún sækir reglulega einkatíma hjá Stephanie Doll í Düsseldorf í Þýskalandi.

Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir flutti til Hollands árið 1997 til að stunda nám í djasssöng við Konununglega Tónlistarháskólann í Haag. Þaðan lauk hún DM prófi með kennsluréttindum árið 2001 og útskrifaðist svo með tvöfaldan Master í djasssöng og Music Theater, árið 2003.

Haustið 2003 flutti Guðlaug heim til Íslands.  Síðan þá hefur Guðlaug verið fastráðinn söngkennari við Tónlistarskóla FÍH. Hún hefur fylgt á þriðja tug söngnemenda í Burtfararpróf frá TFÍH. Hún starfar einnig sem rhythmískur prófdómari í á vegum Prófanefndar Tónlistarskólanna.

Vorið 2016 lauk Guðlaug Dröfn 3 ára kennaranámi frá Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn, í aðferðafræðum Catherine Sadoline.

Guðlaug hefur unnið við radd- og söngþjálfun hjá Leikfélagi Reykjavíkur við sýningar í Borgarleikhúsinu og  við raddþjálfun söngkeppenda  í “The Voice”.

Edda Björgvinsdóttir

Egill Árni Pálsson lauk 8. stigi frá Söngskólanum í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu
Harðardóttur árið 2008. Þaðan lá leiðin til Berlínar þar sem hann bjó og
starfaði sem óperusöngvari. Hann tók þátt í og vann til verðlauna í
keppnum eins og Kammeroper Schloss Rheinsberg og Oper Schloss Laubach. Í
kjölfarið bauðst honum að taka þátt í viðburðum eins og Classic Open Air
í Berlin ásamt sópransöngkonunni Lucia Aliberti, Gala tónleikum í Mercedes
World í Berlín og Das Lied von der Erde í Frankfurt og Berlín. Egill var
fastráðinn við Gerhardt-Hauptmann Óperuhúsið í Görlitz árið 2010. Meðal
hlutverka sem hann hefur sungið: Tamino (Die Zauberflöte), Caramello og
Herzog (Eine Nacht in Venedig), Rodolfo (La boheme), Luzio (Das
Liebesverbot), Bobby (Besuch der Alten Dame), Duka di Mantua (Rigoletto),
Governor/Vanderdendur/Prince Ragotski (Candide), Alfred (Die Fledermaus),
Adam(Der Vogelhändler) og fleiri.

Egill hefur ferðast víða til að læra hjá bestu kennurum sem völ er á eins
og David L. Jones í New York, Janet Williams, Prof. Edwin Scholz og Prof.
Wolfgang Millgramm í Berlín. Að auki hefur hann sótt einkatíma hjá: Johan Botha, Reiner Goldberg, Elisabeth Mayer-Topsöe og Kiri Te Kanawa. Meðal stjórnenda sem hann hefur unnið með og sótt tíma hjá eru: Martin Fischer-Dieskau, Kevin McCutcheon, Howard
Griffiths og Frank Strobel svo einhverjir séu nefndir.

Egill hefur auk þess lokið 4 ára námi í kennslu og söngtækni við David
Jones Voice Studio í New York, og er búinn að ljúka námi til
kennsluréttinda hjá Associated Board of the Royal Schools of Music.

Egill starfar sem ráðgjafi á sviði samskiptalausna hjá Advania, og nýtir
tölvutæknina daglega í sínu starfi auk þess sem hann hefur notfært sér hana
við söng og kennslu síðustu ár.

Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir lauk íþróttakennarapróf frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1976. Hún lauk Bs próf í íþróttafræði/heilsuþjálfun frá Kennaraháskóla Íslands 2003, stundaði einnig nám í sterkari stjórnsýslu frá Háskólanum í Bifröst 2012 og lauk Diplómanámi á meistarastigi í Jákvæðri Sálfræði frá HÍ 2016.

Hún býr og starfar í Borgarfirði, er skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar. Hún hefur einnig fengist við fjölda verkefna með börnum og unglingum er tengjast íþróttastarfi auk þess að halda námskeið um jákvæða sálfræði víða.

Ingibjörg Inga er gift og þriggja barna móðir. Helstu áhugamál eru íþróttir og heilsurækt, útivist, ferðalög og allt er viðkemur menntun, kennslu, uppeldisstörfum og velferð barna.

David Jones