Wagner í 200 ár-Tónleikar á Kjarvalsstöðum 26.maí klukkan 17.00

Þann 22. maí n.k. verða liðin 200 ár frá fæðingu Richards Wagners.  Í tilefni þess munu Anna Jónsdóttir sópran og Richard Simm píanóleikari halda tónleika á Kjarvalsstöðum, sunnudaginn 26. maí, klukkan 17.00.

Á dagskránni er fjölbreytt söngtónlist eftir Wagner, frönsk ljóð, Wesendonck lieder og aríur. Tónleikarnir hefjast á frönsku ljóðunum, sem eru frá fyrri hluta ferils Wagners,  og í kjölfarið koma aríur úr Lohengrin og Tannhäuser, samdar á fimmta áratug 19. aldar. Eftir hlé flytja Anna og Richard Wesendonck-ljóðin, samin við ljóð Mathilde Wesendonck, eiginkonu velgjörðamanns Wagnes, á árunum1877 og 1878.  Wesendonck-ljóðin voru að nokkru leyti eins konar formáli eða forstúdía að óperunni Tristan og Ísold og því er við hæfi að ljúka tónleikunum á aríu úr þeirri óperu, Mild und leise.

Wagner var maður leikhúss, hugsjón hans var að sameina listgreinar í eitt listform í gegnum leikhúsið (Gesamtkunstwerk). Verk hans eru oft innblásin af norrænni goðafræði og goðsögnum.. Það er því vel við hæfi að flytja tónlist hans á listasafni, ekki síst á safni Kjarvals innan um stórbrotin verk dulúðar og hulduheima, sem vekja upp samtal milli heima.

Almennt miðaverð: 2800

Fyrir námsmenn og lífeyrisþega: 2300

Heildræn söngkennsla – ráðstefna 31. ágúst

Fís merki

Heildræn Ráðstefna

Félags íslenskra söngkennara

Það er okkur í stjórn FÍS sönn ánægja að auglýsa dagská ráðstefnunnar sem verður 31. ágúst, að þessu sinni í Skíðaskálanum í Hveradölum.

Tekist hefur að fá til okkar fólk sem verður að teljast á heimsmælikvarða í sínu fagi með fyrirlestra og masterclassa.

Þar má nefna Sigrúnu Sævarsdóttur Griffith, Þórhildi Örvarsdóttur, Dr. Helgu Rut Guðmundsdóttur, Hafrúnu Kristjánsdóttur sálfræðing, Jónu Fanneyju Svavarsdóttur og síðast en ekki síst stjörnufyrirlesarann Dr.  Kittie Verdolini söngkonu og talmeinafræðing.

Masterclass verður í rythmískum söng og verður félögum boðið að skrá sig á þátttökulistann þegar nær dregur.

Hér má lesa lesa lesa nánar um efni ráðstefnunnar. (Smellið á tengilinn)

Eins og í fyrra mælum við með snemmskráningu og veitum góðan afslátt á henni.

Snemmskráning fer fram hjá Ingveldi Ýri á ingveldur@gmail.com og Dagrúnu á dagrunhj@gmail.com.

Snemmskráningargjald er 10.000.- og er opin til 15. júní, en fullt gjald verður 15.000.-

Innifalið í ráðstefnugjaldi er ráðstefnan, efni og veitingar á meðan á ráðstefnu stendur, en ekki kvöldverður. Hægt verður að panta kvöldverð af hópmatseðli Skíðaskálans í Hveradölum.