Velkomin

Félag íslenskra söngkennara

Félagið samanstendur af reyndum söngkennurum sem starfa við tónlistarskóla allstaðar á landinu. Kennarar í félaginu hafa allir mikla reynslu af kennslu og sviðsframkomu. Við kennum alla söngstíla, popp, jazz og klassík.

Fisis Logo transparent Square

Um félagið okkar

Fagfélag söngkennara

Félagsaðild kostar lítið. Félagið er virkt í skipulagningu viðburða fyrir sína félagsmenn, auk þess sem þetta er góður samræðuvettvangur fyrir okkur sem störfum í faginu.

Tilgangur félagsins er að:

  • stuðla að samskiptum og samstarfi söngkennara
  • stuðla að símenntun og miðla upplýsingum þar að lútandi
  • efla erlend samskipti

Endurmentun og ráðstefnur

Félagið stendur reglulega fyrir ráðstefnum og endurmenntun fyrir félagsmenn, þar sem lagt er upp með að kynna nýjar kennsluaðferðir, vísindalegar rannsóknir og annað sem gagnast okkur bæði í söng og kennslu.

Söngkeppni VOX Domini

Félag íslenskra söngkennara (FÍS) stendur fyrir söngkeppnininni Vox Domini, en hún er fyrst og fremst hugsuð fyrir söngvara og nemendur í klassískum söng sem eru að stíga sín fyrstu skref á ferlinum. 

Fyrir nokkrum áratugum var keppni af þessu tagi haldin af RÚV, en að öðru leyti hefur vettvangur sem þessi ekki verið í boði fyrir nemendur íslenskra tónlistarskóla með reglulegum hætti fyrr en nú. 

Umgjörð keppninnar er svipuð og í keppnum erlendis, dómnefnd verður ætíð skipuð aðilum sem hafa mikla reynslu á sviði sönglistar.