Velkomin!

Heimasíðunni er haldið úti af Félagi íslenskra söngkennara. Félagið var stofnað 9. október 2005 og er ætlað að vera vettvangur fyrir söngkennara til að ræða saman um fagið og skiptast á upplýsingum. Félagið er aðili að alþjóðasamtökum söngkennara og gefast þar möguleikar fyrir félaga að hafa samband við kollega erlendis, fara á ráðstefnur og námskeið o.s.frv.

Tilgangur félagsins er að:

  • stuðla að samskiptum og samstarfi söngkennara
  • stuðla að símenntun og miðla upplýsingum þar að lútandi
  • efla erlend samskipti

Efni sendist á unnursigmars@gmail.com

 

 

 

Print Friendly, PDF & Email