Söngkeppni Félags íslenskra söngkennara 2017

VOX DOMINI

Í byrjun næsta árs eða dagana 27. janúar til 29. janúar hleypum við af stokkunum söngkeppni fyrir söngvara sem stundað hafa nám í íslenskum tónlistarskólum.  Keppni þessi er fyrst og fremst hugsuð fyrir söngvara og nemendur í klassískum söng.  Nú gefst íslenskum söngvurum loks kostur á að taka þátt í söngkeppni en fyrir nokkrum áratugum var íslenska sjónvarpið með slíka keppni en hefur ekki verið starfrækt lengi.  Lengra komnum söngvurum, sem eru að feta sín fyrstu spor á söngferlinum og einnig nemendum sem hafa lokið miðstigi eiga þess kost að taka þátt í keppni þessari.  Nánari reglur um tilhögun og kröfur gefur að líta hér.

Keppni félagsins hefur hlotið nafnið:

logo-vox-domini

 

 

Með þessari keppni gefst íslenskum sögvurum og söngvurum framtíðarinnar kostur á að koma fram en eins og félagsmenn okkar vita þá er stór þáttur í náminu og þroska söngvarans að koma fram, aftur og aftur.

Umsóknarfrestur til þess að tilkynna þátttöku er til 30. nóv. n.k.  Hægt er að fylla út umsókn hér á vefnum en einnig er hægt að hlaða niður umsóknareyðublaði hér.  Jafnframt þarf að senda með afrit af prófskírteini og afrit af greiðslukvittun fyrir greiðslu þátttökugjalds.

Þátttökugjaldið er kr. 5.000,-   Ef þátttakandi kemst áfram í undankeppni og eða úrslit greiðist kr. 10.000,- til viðbótar inn á bankareikning félagsins nr. 526-26-6460, kennitala 641105-2360.

Print Friendly, PDF & Email
This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.