Rödd ársins 2018

Nú er Vox Domini 2018 lokið.  Við eigum mikið af hæfileikafólki í hópi söngvara og það var virkilega gaman að sjá alla sem tóku þátt um helgina.  Sigurvegarar í svona keppnum eru auðvitað allir sem taka þátt, það verður aldrei of oft sagt.

En úrslit keppninnar í ár voru svona:

Opinn flokkur
1. sæti og jafnframt Rödd ársins – Íris Björk Gunnarsdóttir
2. sæti og áhorfendaverðlaun – Sólveig Sigurðardóttir
3. sæti Dagur Þorgrímsson

Framhaldsflokkur
1. sæti – Ásta Marý Stefánsdóttir
2. sæti – Sigurður Vignir Jóhannsson
3. sæti – Þórhildur Steinunn Kristinsdóttir

Miðflokkur
1. sæti – Ólafur Freyr Birkisson
2. sæti – Katrín Eir Óðinsdóttir
3. sæti – Vera Sif Brynjudóttir

Við viljum þakka kærlega öllum sem með einum eða öðrum hætti gerðu þessa keppni að því sem hún varð:
Tónlistarskóla Kópavogs og  Tónlistarskóla Garðabæjar fyrir afnot af aðstöðu þeirra.
Salurinn í Kópavogi gaf miða á Tíbrártónleika
Sinfoníuhljómsveit Íslands gaf miða á tónleika að eigin vali.
Íslenska Óperan gaf miða á uppfærslu óperunnar,
Nótnaútgáfan Ísalög gaf nótnabækur með einsöngslögum eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Pál Ísólfsson, Karl O. Runólfsson og nýja útgáfu af íslenskum sönglögum með íslenskum og enskum söngtexta.
Sönghátíðin í Hafnarborg gefur þátttöku í masterklass hjá Kristni Sigmundssyni,  þátttöku á tónleikum í lok masterklass, upptaka á tónleikum og miða á alla viðburði hátíðarinnar.
Félag íslenskra söngkennara gefur söngtíma hjá Janet Williams.
Miðar á Óperudrauginn
Fyrstu verðlaun í opnum flokki fá tónleika sér að kostnaðarlausu í Kaldalóni í Hörpu auk þess að hljóta titilinn rödd ársins 2018.