“Skrekkur, tækni og tækifæri” – Ráðstefna FÍS 27. ágúst 2016

Ráðstefna FÍS 2016

Skrekkur, tækni og tækifæri”

Laugardaginn 27. ágúst í „Rauða húsinu“ á Eyrarbakka

DAGSKRÁ

9:00 – 9:30  Skráning og morgunkaffi

9:30 – 10:15  Hristingur

Anna Berglind Júlísdóttir hitar upp fyrir daginn

10:30 – 11:10  Mækar og meira”

Margrét Eir fer í gegnum grunnatriði í notkun á hljóðnema og uppsetningu á litlum hljóðkerfum

11:15 – 11:45  ”Nýr framhaldsskóli í tónlist?”

Þórunn Guðmundsdóttir aðst.skólastjóri segir frá

11:45 – 12:15  ”Made in the USA”

Dísela Lárusdóttir segir frá reynslu sinni vestan Atlandsála

12:15 – 12:55  Hádegisverðarhlé

13:00 – 14:00  “Creating carrieers – Start-up Óperusöngvari”

Ingunn Sighvatsdóttir umboðsmaður í Berlín segir okkur frá sínu starfi og nútímakröfum til söngvara

14:10 – 14:40  Frammistöðukvíði söngvara

Hulda Sif Ólafsdóttir talar um sviðsskrekk frá fræðilegu sjónarhorni

14:50 – 15:40  Söngkeppni FÍS

Viðar Gunnarsson kynnir söngkeppni FÍS 2017

15:40 – 16:00  Kaffi að hætti hússins

16:00 – 18:00  “Ítalska sönghefðin”

Masterclass með Kristjáni Jóhannssyni, Magnúsi Lyngdal Magnússyni og Antoníu Hevesi píanóleikara.

18:00–18:30 Ráðstefnulok með léttum veitingum í boði félagsins

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Fyrirsöngur í Íslensku óperunni

IO - merki

Fyrirsöngur hjá Íslensku óperunni 11.apríl 2016

Það hefur varla farið fram hjá nokkrum manni að Íslenska óperan frumsýndi Don Giovanni á dögunum, enda hefur óperan reynt að ná til fólks með mikilli auglýsingaherferð.

Í framhaldi af frumsýningunni hefur óperan auglýst opinn fyrirsöng.  Það er auðvitað mjög ánægjulegt að nýr óperustjóri vilji hlusta á íslenska söngvara til þess að sjá hve úrvalið er mikið af frábærum söngvurum, sem við getum státað af m.a. vegna starfa okkar félagsmanna.

Umsækjendur þurfa að skila inn skriflegri umsókn  ásamt mynd og upptöku fyrir 31.mars 2016  Vinsamlegast sendið umsóknina á opera@opera.is

Boðað verður í fyrirsönginn stuttu eftir umsóknarfrestinn og verður þá gefin upp nánari tíma- og staðsetning fyrir hvern söngvara. Píanóleikari er á vegum Íslensku óperunnar og skal nótum skilað til hans amk viku fyrr.

Toi, toi, toi

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Leiklistarnámskeið með Bjarna Snæbjörnssyni

Bjarni Snæbjörnss

Bjarni Snæbjörnsson leikari

Það er okkur sönn ánægja að bjóða Félagsmönnum uppá leiklistarnámskeið til að kick-starta árinu.   Kennari verður Bjarni Snæbjörnsson, sem sló svo rækilega í gegn í áramótaskaupinu.   Bjarni er þaulvanur kennari og vonandi nær hann að hrista aðeins upp í okkur og fara með okkur í spennandi heim leiklistarinnar
Endilega skráið ykkur með því að senda
e-mail á Ingveldi Ýr, ingveldur@gmail.com
Námskeiðið verður frá klukkan 10-14:00 í “Snorrabúð” í Söngskóla Reykjavíkur. Það verður gert stutt matarhlé í hádeginu … Continue reading

Posted in Efst á baugi!, Námskeið | Leave a comment

Ráðstefna FÍS á Hlöðum á Hvalfjarðarströnd

Fyrirsögn


 

hladir07Eins og undanfarin ár þá verður FÍS með sína árlegu ráðstefnu að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd. Ráðstefnur þessar eru orðnar fastur liður í starfsemi félagsins og mikil ánægja hefur verið meðal félagsmanna með þetta framtak.  Hvetjum við félagsmenn til að fjölmenna á ráðstefnuna og einnig að vekja athygli annarra félagsmanna á þessum viðburði.  Sjá kort.  Með því að smella á linkinn opnast mynd af leiðarlýsingunni.  Einnig er til húsa á sama stað Hernámssetrið.

Robin D.

Robin D

Í ár eru 10 ár frá því félagið okkar var stofnað og ber dagskráin þess merki, að um afmælisár sé að ræða. Við fáum m.a. erlendan söngkennara til landsins, Robin D. Robin D. hefur getið sér gott orð á meginlandi Evrópu sérstaklega í rythmiska geira söngkennslunnar.  Hann sýndi því mikinn áhuga á því að koma til Íslands, þegar þetta var fært í tal við hann.  Hægt er að kynna sér fjölmörg myndbönd á www.youtube.com, þar sem gefur að líta starfsaðferðir Robins D

Námskeið í sal FÍH við Rauðagerði í Reykjavík

Robin D verður einnig með sérstakt námskeið fyrir söngvara og söngkennara, sunnudaginn 30. ágúst í sal FÍH við Rauðagerði.   Þar gefst söngvurum færi á að njóta leiðsagnar hans með beinni þátttöku á námskeiðinu og eins gefst þar kjörið tækifæri fyrir bæði söngvara og ekki síður söngkennara að kynnast vinnuaðferðum hans sem hafa á stundum þótt svo áhrifaríkar að líkja mætti við kraftaverk.

Námskeiðinni verður skipt í tvo hluta.  Fyrir hádegi frá kl. 10:00 til kl. 14:00 og síðan síðdegis eftir matarhlé frá kl. 15:00 til kl. 19:00

 

Posted in Fyrirlestur og námskeið, Tilkynningar um ... | Leave a comment

Alþjóðlegur dagur raddarinnar

WVD_logo_square-01-isl

 

Í tilefni af alþjóðlegum degi raddarinnar, fimmtudaginn 16. apríl, býður Söngskólinn í Reykjavík gestum og gangandi að koma og heimsækja skólann frá kl. 14:00 – 18:00 og kynna sér starfsemi hans t.d. með því að koma inn í söngtíma eða yfirstandandi hóptíma t.d. kennslu í tónfræði eða tónheyrn.

Kl 18:00 hefst svo aukaæfing hjá Óperukórnum í tónleikasal Söngskólans í Reykjavík í tilefni af degi raddarinnar.  Þeir sem hafa áhuga eru velkomnir á æfinguna því það eru spennandi tónleikar í uppsiglingu og síðan verður brugðið á leik með fjöldasöng ef næg þátttaka verður.

Söngskóli Sigurðar Demetz verður einnig með opið hús fyrir gesti og gangandi.  Fólk er hvatt til að koma í heimsókn til að kynna sér starfsemi þessara skóla.

Svo skemmtilega vill til að Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz frumsýnir söngleikinn “Gullna hliðið” í Iðnó þ. 16. apríl n.k.

Heimasíða hins alþjóðlega dags raddarinnar er : http://www.world-voice-day.org/

Einnig erum við á Facebook:  https://www.facebook.com/groups/Radddagurinn/

 

 

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Alþjóðlegur dagur raddarinnar árið 2015

Alþjóðlegur dagur raddarinnar er haldinn árlega 16. apríl.

Félag íslenskra söngkennara, FÍS, efnir til viðburðarins í ár og býður ykkur kæru félagsmenn til að taka þátt í að vekja athygli á mikilvægi raddarinnar.

Einnig er vakin athygli á síðunni á Facebook,

https://www.facebook.com/groups/Radddagurinn/?fref=ts, sem er helguð þessum viðburði, þar sem allir eru hvattir til að efna til einhvers konar viðburðar, tengdum degi raddarinnar.  Einnig er heimasíða á netinu, helguð Alþjóðlegum degi raddarinn

http://world-voice-day.org/

WVD_logo_square-01-isl

Posted in Efst á baugi! | Leave a comment

Námskeið í Pílates fyrir söngkennara þ. 28. febrúar

Á síðustu ráðstefnu á Hótel Örk fengum við Guðrún Kristinsdóttur pílateskennara til þess að halda fyrirlestur um pilates og hvernig mætti nýta sér það í söngkennslu.

Það var almenn ánægja með Guðrúnu og helst vildu ráðstefnugestir meira.

Því ákváðum við að bjóða ykkur, kæru félagar upp á lengri tíma með Guðrúnu þar sem hún kennir pílates í sambandi við líkamsstöðu og öndun. Námskeiðið verður bæði í fyrirlestrarformi og verklegt að hluta til.

Við hvetjum ykkur til að mæta í SNORRABÚÐ Söngskólans í Reykjavík laugardaginn 28. febrúar kl. 9.30 – 12 og taka þátt, ykkur að kostnaðarlausu.

 

Nánar um námskeiðið:

 

Pilates: líkamsstaða og öndun:

Farið verður yfir líffærafræði stoðkerfisins í tengslum við líkamsstöðu og rétt líkamsstaða útskýrð í máli og myndum. Einnig verður stutt kynning á öndun og tengslum öndunar við stjórnun magavöðva og dýnamísk tengsl þar á milli útskýrð. Fjallað verður um barkakýlið (larynx) og þróun þess hjá mönnum og geta mannsins til að tala útskýrð. Allt er þetta skoðað í heild til að varpa ljósi á hvernig gott er að beita líkamanum í leik og starfi.

Í seinni helmingi námskeiðsins er lögð áhersla á hreyfingu þar sem þáttakendur læra góða öndun og beitingu magavöðva og grindarbotnsvöða. Við gerum mjög léttan Pilatestíma sem mun þar sem söngkennarar fá hugmyndir um hvernig þeir geta hjálpað nemendum sínum að tengja líkama og öndun við líkamsstöðu.

gudrunsvavadans

Um Guðrúnu Kristinsdóttur:

Guðrún útskrifaðist sem dansari og danskennari frá Martha Graham School of
Contemporary Dance í New York. Ásamt því að stunda nám við skólann dansaði
hún með nemendadansflokki skólans og tók þátt í fjöldamörgum sýningum með
flokknum. Á sama tíma hóf hún nám í Pilateskennslu og útskrifaðist sumarið
2012. Guðrún hefur sótt fjölda námskeiða í líffærafræði, hreyfingafræði,
meiðslafyrirbyggingu og ýmsum líkamstengdum fræðum meðal annars hjá Mount
Sinai School of Medicine í New York. Þessa stundina kennir hún við
Listaháskóla Íslands og er nemi í iðnaðar- og vélaverkfræði við Háskóla
Íslands.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Spjallfundur á KEX Hostel 31. október kl. 17:00

 Margt brennur okkur á hjarta í ástandinu þessa dagana.
Því viljum viðFís merki blása til spjallfundar á KEX næsta föstudag 31. október kl. 17 með yfirskriftinni: Slá hjörtun saman? Finnum taktinn!
Íris Erlingsdóttir verður með inngang um hvaða áhrif yfirstandandi verkfall hefur á framtíð söngkennslunnar og um það hvernig við getum gert það besta úr tímanum ákkúrat núna.

Endilega fjölmennið á KEX – SkúlagKEX Hostelötu 28.

Hægt er að panta veitingar á barnum.

Við verðum einnig með skype opið fyrir þá sem eru á landsbyggðinni. Sendið “tengibeiðni” á ingayrjons

 

Posted in Efst á baugi! | Leave a comment

Aðalfundarboð haustið 2014

Fundarboð 2014Eins og kemur fram í tilkynningunni hér að ofan, leggur stjórnin fram tillögu að lagabreytingum.

Png1Félagar eru eindregið hvattir til að fjölmenna á fundinn.

 

 

Posted in Efst á baugi! | Leave a comment

Langsokkurinn frá Leipzig …

Dagrún Hjartardóttir sat ráðstefnu þýska söngkennarafélagsins, BDG í Dresden nú í byrjun maí og hefur sett á blað frásögn af masterclass Simone Kermes.  Einnig sat Simone Kermes fyrir svörum þar sem hún sagði frá námi sínu og söngferli.  Nánar af þessari athyglisverðu söngkonu.

Posted in Greinar | Leave a comment