Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vox Domini 2018!

Það er mikil gleði sem fylgir því að geta opnað fyrir umsóknir í annað sinn í Vox Domini!

Að þessu sinni er keppnin með breyttu sniði þar sem ákveðið hefur verið að horfa til þess hvernig keppnir erlendis eru framkvæmdar.

Í ár eru fyrirfram skilgreindir lagalistar sem velja þarf úr, (listarnir eru að lang mestu leiti byggðir á aðalnámskrá tónlistarskólanna).  Þetta er gert til að reyna að jafna keppnina betur á milli keppenda, þannig að auðveldara sé fyrir dómara að bera saman raddir og flutning, þó að það sé að vísu alltaf flókið.  En við teljum að þetta fyrirkomulag sé betra fyrir alla þætti keppninar.  Að auki verða þrír píanóleikarar á vegum keppninnar sem munu sjá um að spila með öllum þáttakendum.  Ekki er heimilt að nota eigin píanóleikara.  Þarna horfum við til sama fyrirkomulags og tíðkast við fyrirsöng í erlendum óperuhúsum.

Keppendur þurfa því ekki lengur að senda inn nótur með umsókninni, nema í þeim tilvikum þar sem notaðar eru tóntegundir sem ekki er hægt að fá í opinberu útgefnu efni. Notaðar verða nótur í útgefnum tóntegundum sem henta hverri rödd, nema annað sé tekið fram í umsókn.

Búið er að herða og skerpa umsóknarferlið.  Umsækjendur verða að geta sýnt fram á að hafa lokið ÖLLUM forkröfum fyrir hvern flokk.  Ef eitthvað vantar upp á, þá þarf viðkomandi að skrá sig í lægri flokk.

Við erum afar spennt að sjá hvernig til tekst að þessu sinni.  Við tökum að sjálfsögðu við öllum tillögum og ábendingum á netfangið okkar fisis@fisis.is

EKKI ER LENGUR TEKIÐ VIÐ UMSÓKNUM

Með bestu kveðju,
Stjórn Vox Domini
Margrét Eir
Ingveldur Ýr
Egill Árni

Print Friendly, PDF & Email
This entry was posted in Vox Domini. Bookmark the permalink.