Námskráin

Lagaval í námskránni:

  • Námskráin frá 2002 og þyrfti nauðsynlega að endurnýja hana, setja inn ný íslensk lög og hafa námskrána rafræna.
  • Í grunnstigi þá vantar fleiri lög og meira val, t.d. fleiri söngleikjalög og nýlegri lög og setja inn fleiri rythmísk lög og dægurlög.
  • Mikilvægt að hafa skýrar reglur um lög sem ekki eru í námskránni (sbr.próflista).

Söngæfingar í námskránni:

  • Hafa meira val, fleiri æfingar þar sem nemandinn getur valið þrjár æfingar úr æfingalista til að syngja á prófi.

Gagnabanki:

  • Fyrir lög í námskránni, skanna inn öll lögin sem eru í námskránni ásamt íslensku lögunum og hafa í mismunandi tóntegundum. Væri hægt að gera í gegnum STEF.

Prófdæming:

  • Leggja meiri áherslu á í prófdæmingu fyrir grunnstig að prófdómarinn leggi meira upp úr túlkun en ekki bara horfa á styrkleikamótun eða hendingar.
  • Prófdómarar þyrftu líka að leggja áherslu á hvernig rödd nemandans hljómar.
  • Ef kennari er í vafa með hvort lag er í miðstigi eða framhaldsstigi þá þyrfti hann að geta leitað til prófanefndar til að athuga þetta.
  • Þyrfti að hafa skýrari reglur fyrir prófdæmingu.