Markaðssetning

Það er mikilvægt að skólarnir, kennarar og starfsemin í skólunum sé sýnileg. Krökkum finnst spennandi að syngja á tónleikum og koma fram og það sé hægt að sjá það á netinu. Foreldrum finnst það skemmtilegt og vilja senda börnin sín aftur í skólann og það er mjög nauðsynlegt fyrir mikilvæga styrktaraðila að sjá að það sé flott starfsemi í gangi í skólunum yfir veturinn

Allir hópar voru sammála um að heimasíða væri mikilvæg.

Heimasíða þarf að vera :

  • skýr – að það sé auðvelt fyrir folk að ráfa um heimasíðuna og finna upplýsingar
  • með flott útlit. Fáguð,aðgengileg, hipp og kúl
  • með fleiri færslur. Allir þurfa að vera duglegri að uppfæra heimasíðurnar sínar!!
  • setja fleiri video og myndir af starfinu inná heimasíðuna
  • telja upp fyrrverandi nemendur sem hafa náð langt
  • hafa myndir og stutta umsögn um kennarana
  • umsóknarferli í skólann sé aðgengilegt
  • gera vetrardagskránna spennandi með “flottum” viðburðum

Það kom upp hugmynd að sameina tónlistarskólana undir eina heimasíðu. Þar væru upplýsingar um skólaárið og hátíðir og keppnir sem allir skólar taka þátt í.

Fleiri samfélagssíður voru nefnd, allir þyrftu að vera duglegri að nota þær og ná þannig til yngri markhópa

Facebooksíður – virkari færslur, nota meira sem samskipti milli nemanda og jafnvel foreldra. Myndir úr tímum, video,stuttar færslur um hvað er að gerast í skólanum og hvað er framundan

Instagram – myndir og stutt videó úr kennslu eða frá tónleikum

Twitter – stutt skilaboð og myndir

Snapchat – stutt video með kynningu á kennurum og starfsemi skólans. Snappchat er hægt að skipt niður á nemendur og kennara

Einnig kom hugmynd að gera allsherjar markaðsátak fyrir alla tónlistarkennslu á landinu, eins og gert er fyrir íþróttirnar. Gerð yrði stór og flott auglýsing fyrir sjónvarp, útvarp og blöð sem sýnir mikilvægi tónlistarkennslu í samvinnu við auglýsingastofu. Auglýsin sem gæti gengið í nokkur ár. Byggja upp grasrótina – fá veglegan styrk fyrir svona markasetningu.

Annað sem kom upp

  • Vera alltaf dugleg að bjóða borga/bæjar,-fulltrúum á viðburði eða mikilvægum styrktaraðilum
  • Senda fréttatilkynningar í blöðin
  • Hringja í fréttamenn og blöðin. Láta vita af viðburðum
  • Koma fram annarsstaðar en í skólanum. Nemendur syngja á einhverjum uppákomum fyrir utan skólann, taka myndir og videó og setja á síðurnar