Ímynd tónlistarkennslu

  • Hvernig er ímynd tónlistarkennslu í dag?

Hún er ekki slæm, frekar góð. Ímynd aðstandanda tónlistarnema yfirleitt góð. Við erum í ímyndarvanda, við erum ekki nógu „kúl“. Ímyndin ekki nógu góð vegna kjaramála. Ímyndin er gömul, við fylgjumst ekki nógu vel með nútímanum. Við þurfum að verða tæknivæddari bæði í kennslu og ímynd.  Margir halda að tónlistarnám sé „hobbý“. Tónlistarnám er of dýrt. Ímynd stjórnvalda og ráðamanna er að tónlistarkennsla er dýr og kostar of mikið. Tónlistarnám er númer tvö, íþróttir númer eitt, þ.e. íþróttir ganga fyrir tónlistarnámi. Tvö stéttarfélög sem ekki vinna saman er neikvæð ímynd.

  • Hvað getum við gert til að breyta ímyndinni?

Árangur af tónlistarkennslu þarf að vera sýnilegur. Þ.e. við þurfum að gera okkur sem kennara sýnilegri í árangri nemenda okkar sem skara fram úr. Koma því betur á framfæri hve mikils virði kennslan í tónlistarskólum er. Hún leggur grunninn að tónlistarsnillingum framtíðarinnar. Við þurfum að líkja okkur við góða þjálfara, eins og gert er í íþróttum. Tónlistarnám þarf að hafa jafnt vægi á við íþróttir, því þurfum við að efla mikilvægi tónlistarkennslu. Árangur barna í tónlistarnámi þarf að vera sýnilegri og meira í fjölmiðlum líkt og í íþróttum. Tónlistarnám getur hjálpað börnum sem ekki gengur vel í almennu námi. Koma því betur á framfæri að tónlistarnám er atvinnuskapandi.  Tengja tónlistarnám betur við starfandi tónlistarmenn. Auka meðvitund almennings á því að tónlistar-,starfsemi-, iðkun er atvinnugrein og tekjuauðlind. Gera þá tónlistarmenn sem skara fram úr á erlendri grund sýnilegri. Sameinast í eitt stéttarfélag myndi styrkja ímyndina. Auka jákvæðni tónlistarkennara. Létta á vistarböndum sem eru einungis í tónlistarnámi en eru ekki bundin íþróttaiðkun. Lögbinda starfsheitið. Tónlistarskólar þurfa að vera sýnilegir á samfélagsmiðlum.

  • Eru tónlistarkennarar ánægðir í starfi?

Allflestir tónlistarkennarar eru ánægðir í starfi. Margir telja sig þurfa að réttlæta starf sitt gangvart almenningi, þar sem hluti alþýðunnar lítur á tónlistarnám sem hobbý þeirra sem hafa meira milli handanna en flestir hinna. Lengd tónlistarnáms tónlistarkennara þarf að vera sýnilegri. Flestir upplifa það að litið er á tónlistarkennara sem aðra kennara sem hafa farið í gegnum kennaranám í háskólanum. Gleyma því að þeir hafa stundað tónlistarnám sitt frá barnæsku ásamt öðru námi sem þarf til að komast í háskóla. Tónlistarkennsla ekki sambærileg við kennslu afreksfólks í íþróttum sem oft á tíðum kenna íþróttir án nokkurra réttinda.