JAZZSÖNGSMIÐJA f. klassíska söngvara í Gerðubergi 20. mars

 Kristjana Stefánsdóttir heldur jazznámskeið fyrir klassískt menntaða söngvara í Gerðubergi 20. mars kl. 13-17. Kjartan Valdemarsson píanóleikari verður píanóleikari og meðkennari.

Þau Kristjana og Kjartan hafa verið samkennarar við söngdeild Tónlistarskóla FÍH í um 10 ár og hafa margir efnilegir tónlistarmenn útskrifast frá skólanum undir þeirra handleiðslu.

Unnið verður með öll helstu stílbrigði jazzins. Einnig verður farið í allan rythma, hvernig maður vinnur með jazzbandi, hvernig lög eru talin inn, hver munurinn er á ballöðu, medium swing, uptempo, latin o.s.frv.  Öll helstu trikkinn sem hver rytmískur söngvari þarf að hafa verða sett upp á borð.  Þetta er tilvalið tækifæri fyrir klassíska söngvara/kennara að kynna sér þennan stíl.  

10 virkir nemendur komast að en námskeiðið er opið til áheyrnar öllum þeim sem hafa áhuga á jazztónlist.
Nemendur þurfa að hafa undirbúið a.m.k. tvö lög í mismunandi stíl og hafa með sér nótur af þeim í sinni tóntegund.

Þátttökugjald er 5.000 kr. Skráning er hafin á gerduberg@reykjavik.is

Nánari upplýsingar um söngsmiðjuna veitir Kristjana Stefánsdóttir, svalasjana@gmail.com

Sjá nánar um söngsmiðjuna, Kristjönu og Kjartan hér .