Heildræn söngkennsla – ráðstefna 31. ágúst

Fís merki

Heildræn Ráðstefna

Félags íslenskra söngkennara

Það er okkur í stjórn FÍS sönn ánægja að auglýsa dagská ráðstefnunnar sem verður 31. ágúst, að þessu sinni í Skíðaskálanum í Hveradölum.

Tekist hefur að fá til okkar fólk sem verður að teljast á heimsmælikvarða í sínu fagi með fyrirlestra og masterclassa.

Þar má nefna Sigrúnu Sævarsdóttur Griffith, Þórhildi Örvarsdóttur, Dr. Helgu Rut Guðmundsdóttur, Hafrúnu Kristjánsdóttur sálfræðing, Jónu Fanneyju Svavarsdóttur og síðast en ekki síst stjörnufyrirlesarann Dr.  Kittie Verdolini söngkonu og talmeinafræðing.

Masterclass verður í rythmískum söng og verður félögum boðið að skrá sig á þátttökulistann þegar nær dregur.

Hér má lesa lesa lesa nánar um efni ráðstefnunnar. (Smellið á tengilinn)

Eins og í fyrra mælum við með snemmskráningu og veitum góðan afslátt á henni.

Snemmskráning fer fram hjá Ingveldi Ýri á ingveldur@gmail.com og Dagrúnu á dagrunhj@gmail.com.

Snemmskráningargjald er 10.000.- og er opin til 15. júní, en fullt gjald verður 15.000.-

Innifalið í ráðstefnugjaldi er ráðstefnan, efni og veitingar á meðan á ráðstefnu stendur, en ekki kvöldverður. Hægt verður að panta kvöldverð af hópmatseðli Skíðaskálans í Hveradölum.