Reglur um söngkeppnina VOX DOMINI

Eins og hefur komið fram verður söngkeppni á vegum FÍS haldin í Salnum í Kópavogi dagana 27.  til 29. jan. nk.  Hér að neðan gefur að líta reglur um keppnina.

logo-vox-domini

1. grein

 1.  Söngkeppni FÍS verður haldin ár hvert.
 2.  Dómnefnd samanstendur af 3-5 dómurum. Í forkeppni velur stjórn FÍS úr keppendum. Í undanúrslitum verða þrír dómarar úr félaginu, þar af einn úr stjórn. Í úrslitum verða 5 dómarar og þar af einn til tveir úr stjórn FÍS.

2. grein

 1. Keppnin er opin söngvurum yngri en 35 ára sem hafa stundað nám í íslenskum tónlistarskóla.  Miðað er við að nemendur séu ekki eldri en  35 ára á árinu sem keppnin er haldin.
 2. Umsóknarfrestur rennur út átta vikum fyrir keppni.  Umsóknum verður svarað eigi síðar en þremur vikum fyrir keppni.  

3. grein

 1. Umsóknum skal skila á sérstöku eyðublaði, sem nálgast má á heimasíðu FÍS.
 2. Umsóknum má skila rafrænt á netfangið fisis@fisis.is  Á umsókn skal koma fram:
 1. Nafn, kennitala, netfang og sími, auk raddtegundar keppanda.
 2. Stutt lýsing af námsferli. Þar skulu m.a. koma fram nöfn allra söngkennara á námsferlinum.
 3. Staðfestur vitnisburður um að viðkomandi hafi lokið tilskildum prófum.
 4. Verkefnalisti fyrir keppnina.
 5. Hvort keppandi komi með eigin meðleikara eða ekki.
 6. Kvittun fyrir þátttökugjaldi.
 7. Þátttökugjald er ákveðið af stjórn hverju sinni. Þátttökugjald greiðist inn á bankareikning félagsins nr. 526-26-6460, kennitala 641105-2360.

4. grein

 1. Dómnefnd áskilur sér rétt til að hafna ófullnægjandi umsóknum.   
 2. Verði umsókn hafnað endurgreiðist þátttökugjaldið.  
 3. Dragi umsækjandi sig til baka eftir að hafa fengið staðfestingu á þátttöku verður þátttökugjaldið ekki endurgreitt.

5. grein

 1. FÍS áskilur sér allan rétt á hljóðritunum og myndbandsupptökum sem gerðar verða í keppninni.
 2. FÍS áskilur sér rétt til að opna keppnina almenningi til áheyrnar bæði í undanúrslitum og úrslitum gegn greiðslu aðgangseyris.

6. grein

Keppnisflokkarnir eru þrír.

 • Miðstig – þeir sem hafa lokið grunnprófi.
 • Framhaldsstig – þeir sem hafa lokið miðstigi
 • Opinn flokkur – þeir sem hafa lokið framhaldsstigi.

7. grein

Keppninni er skipt í þrjá áfanga.

 • Forkeppni
 • Undanúrslit
 • Úrslit

8. grein

Þátttökuskilyrði fyrir flokka

 1. Reglur fyrir Miðstig 

Keppandi þarf að skila inn verkefnamöppu sem inniheldur a.m.k.:

 1. Tvö íslensk sönglög
 2. Tvö erlend verk
 1. Reglur fyrir Framhaldsstig 

Keppandi þarf að skila inn verkefnamöppu sem inniheldur a.m.k.:

 1. Tvö íslensk sönglög
 2. Tvö erlend ljóð, þar af verður annað þeirra að vera á þýsku
 3. Ein aría eða verk úr söngleik

3. Reglur fyrir Opinn flokk 

Keppandi þarf að skila inn verkefnamöppu sem inniheldur a.m.k.:

 1. Tvö íslensk ljóð.
 2. Tvö erlend ljóð, þar af verður annað þeirra að vera á þýsku
 3. Tvær óperuaríur og /eða aríu úr óratoríu.
 4. Tvö samtímaverk  þ.e. 20. aldar tónlist og/eða verk úr söngleik

9. grein

 1. Tímalengd verkefna skal vera að hámarki tíu mínútur hvert. Dómnefnd áskilur sér rétt til að stöðva flutning þátttakanda.
 2. Öll verkefni skulu vera flutt á upprunalegu  tungumál.

10. grein

 1. Keppendum er heimilt að koma með sinn eigin meðleikara, en einnig verður píanóleikari á staðnum á vegum keppninnar. Þátttakendum sem þess óska gefst kostur á stuttu rennsli með píanóleikara keppninnar sama dag og keppnin fer fram.
 2. Dregið verður um röð keppenda í undanúrslitum og í úrslitakeppninni.

11. grein

Keppnin verður haldin í þremur áföngum: Forkeppni, undanúrslit og úrslit.

 1. Forkeppni  – Allir keppendur syngja eitt íslenskt sönglag að hámarki þrjár mínútur og hafa annað tilbúið að eigin vali að hámarki þrjár mínútur í forkeppninni fyrir stjórn FÍS. Stjórn FÍS velur að hámarki tíu þátttakendur úr hverjum flokki í undanúrslit.
 2. Undanúrslit – Keppendur mega ekki flytja sama verk og flutt var í forkeppni.  Dómnefnd velur fimm úr hverjum flokki í úrslit.
 • MiðstigKeppandi syngur tvö verk að eigin vali og skal annað vera íslenskt og hitt erlent.
 • Framhaldsstig – Keppandi syngur tvö verk. Eitt verkefni að eigin vali og eitt að vali dómnefndar. Keppandi ræður í hvaða röð hann flytur verkin.
 • Opinn flokkur – Keppandi syngur þrjú verk. Keppandi velur sér eitt verk. Dómnefnd velur tvö verk til viðbótar. Keppandi ræður í hvaða röð hann flytur verkin.

3. Úrslit

 • Keppendur úr miðstigi velja sér eitt verk úr verkefnamöppu til syngja í úrslitum.
 • Keppendur úr framhaldsstigi velja sér eitt verk úr verkefnamöppu til syngja í úrslitum.
 • Keppendur úr opnum flokki velja sér tvö verk úr verkefnamöppu til syngja í úrslitum, þar af a.m.k. ein óperuaría.

12. grein

Veittar verða viðurkenningar fyrir 1., 2. og 3. sæti hvers flokks.

Einnig verður öllum þátttakendum veitt viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna.

13. grein

Reglur söngkeppninnar eru ákveðnar af stjórn FÍS sem áskilur sér rétt til að breyta þeim.

 

 

 

 

Print Friendly, PDF & Email