Ný stjórn EVTa hefur gefið út nýtt fréttabréf. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér efni fréttabréfsins en og ljóst er að mikill hugur er í nýju stjórninni. Sjá nýja fréttabréfið hér að neðan:
Category: Tilkynningar um …
Rússneskar aríur á hádegistónleikum í Hafnarborg þriðjudaginn 5. febrúar
Í Rússaskapi er yfirskrift fyrstu hádegistónleika ársins sem haldnir verða í Hafnarborg þriðjudaginn 5. febrúar. Á tónleikunum flytur Alina Dubik mezzósópran aríur eftir Tchaikovsky og Rimsky – Korsakov.
Alina Dubik lauk mastersprófi með hæstu einkunn frá Tónlistarháskólanum í Gdansk í Póllandi árið 1985 eftir að hafa stundað þar nám hjá prófessor Barböru Iglikowsku. Í framhaldi af því var henni boðið að syngja með Óperunni í Kraká og ferðaðist hún víða um heim með óperuhópnum. Alina hefur komið fram sem einsöngvari í Þýskalandi, Lúxemborg, Ítalíu, Frakklandi, Bandaríkjunum og Sviss. Hún hefur einnig komið fram á tónleikum víða um Ísland, sungið hlutverk hjá Íslensku óperunni og komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Meðal þeirra hlutverka sem Alina hefur sungið hjá Íslensku óperunni má nefna mömmu Luciu í Cavalleria Rusticana eftir Mascagni árið 2008, en fyrir það hlutverk var hún tilnefnd til Grímuverðlaunanna 2009, og hlutverk Azucenu í Il Trovatore eftir Verdi veturinn 2012. Alina hefur haldið fjölda einleiks- og kammertónleika hér á landi og gert hljóðritanir fyrir Ríkisútvarpið og pólska útvarpið. Hún starfar nú sem söngkennari við Nýja tónlistarskólann og Tónlistarskólann í Reykjavík.
Antonía Hevesi píanóleikari hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg og valið með sér marga af fremstu söngvurum landsins. Hádegistónleikar eru haldnir fyrsta þriðjudag í mánuði. Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund, þeir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Húsið er opnað kl. 11.30.
Hádegistónleikar Hafnarborgar eru styrktir af Samfélagssjóði Rio Tinto Alcan.