2. Fundargerð aðalfundur 4. október 2014

Aðalfundur FÍS haldinn 4. okt 2014 haldinn í Söngskóla Sigurðar Demetz.

 

Byrjuðum á því að bjóða upp á hressingu, kaffi og Jóa Fel bakkelsi.

Viðar kosinn fundarstjóri.

Ingveldur flutti skýrslu stjórnar.

2015 verða tíu ár frá því að FÍS var stofnað. Vekja athygli á þvi á degi raddarinnar.

Sameina krafta og nýta fjármuni betur.

Eigum við að breyta uppbyggingu söngnáms – getum við haft áhrif?

Atvinnumenska – áhugamennska. Miðstig og velja svo ?

 

Gunnar nefndi að það væri orðið óumflýjanlegt að athuga þetta betur, einnig hljóðfæranám – gildir líka um það. Búa til nám sem hentar fólki betur sem vill gera þetta að sinni atvinnu og svo þeim sem vilja hafa þeta meira eins og hobbý.

Spjallfundur um radddaginn og námið.

Margrét Eir nefndi að það væri nauðsynlegt að halda vel upp á radddaginn og vekja athygli á raddkennurum og söngkennurum.

 

Skýrsla gjaldkera.

Félagið stendur vel, reikningar skoðast samþykktir – engin athugasemd.

 

Lagabreyting samþykkt einróma.ö

 

Ákvörðun árgjalds óbreytt.

 

Kosning stjórnar.ö

Formaður var endurkjörinn og stjórnin kosinn aftur.

Margrét Eir og Unnurr Sigmars kosnar í varastjórn.

Kosning endurskoðanda reikninga Guðmundur Sigurjónsson.

 

Önnur mál.

 

Skipting náms sem var nefnt hér að ofan. Spunnust meiri umræður um það. Nokkrir punktar:

 

Hlín Pétur – gæfi meira svigrúm . Dagur raddarinnar, fá fjölmiðla með okkur í lið. T.d. Dagblöðin, taka viðtal við söngnemendur, varpa fram spurningu til ólíkra krakkar sem hafa eitthvað að segja, hvað hefur þetta gert fyrir þig, hvað viltu með þetta í framtíðinni. Heyra raddir nemenda.

 

Margrét Eir. Mikilvægt að vekja athygli á degi raddarrinnar, krakkar nota ekki röddina, nota sms ið og gott að vekja athygli á röddinni. Fá umræðu í fjölmiðlun og ráðstefnu í kringum þennan dag.

 

Gunnar: söngmagasín á rás1 þáttur á rás 1. áhugi á þessu í samfélaginu og virkja það. Kórastarfið út um allt land. Gera sönginn sýnilegri.

Er hvergi hægt að troða tónlist inn í sjónvarpið – Kastljósið dottið út – er verið að forma þátt hjá RÚV. Ekki dýrt efni bendir Gunnar á en hann var á fundi með útvarpsstjóra og dagskrárstjóra.

 

Hitt málið: kjaramál og áhyggjur af fjármálum skólanna. Fundurinn sendi frá sér ályktun.

 

Þórhallur spyr er rígur á milli félaganna? Við verðum að standa saman.

Ekki blanda því saman við ályktunina heldur senda formönnu FÍH og FT bréf um að standa saman.

 

Þórunn stingur upp á að fólk ræði námsefni og námsefnisgerð á meðan Gunnar, Loftur,

og Ingveldur semji ályktun. Bjarney ritar. Ályktunina má sjá á öðru skjali.

 

Miklar og gagnlegar umræður spunnust á þessum aðalfundi. Fljótlega verður haldinn spjallfundur til að hamra járnið á meðan það er heitt og efla okkur sem stétt. Okkur er hugleikið í hvaða farvegi námið er og það þarf að athuga það alvarlega, uppstokkun.