Hulda Björk og Ágúst Ólafs á Öðruvísi Vínartónleikum 6./7. jan.

     

Einsöngvarar á Öðruvísi Vínartónleikum Ísafoldar og Íslensku Óperunnar í ár eru Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran, og Ágúst Ólafsson, barítón.  Á efnisskrá tónleikanna eru Kindertotenlieder og
fjórða sinfónían eftir Gustav Mahler. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason.
Kammersveitin Ísafold var stofnuð veturinn 2003-2004 og er sveitin skipuð ungu tónlistarfólki sem flest er í framhaldsnámi erlendis. Ísafold sérhæfir sig í flutningi 20. aldar- og samtímatónlistar og leggur áherslu á vandaðan flutning og fjölbreytta efnisskrá.
Tónleikarnir fara fram annarsvegar í DUUS-húsum í Keflavík, 6. janúar kl. 17 og hinsvegar í Íslensku óperunni 7. janúar kl. 20. Miðaverð er aðeins kr. 2.000. Námsmenn fá 2 fyrir 1 á tónleikana gegn framvísun skólaskírteinis.
Grein um Gustav Mahler eftir Helga Jónsson SMELLIÐ HÉR
Panta miða