Námskeið í Pílates fyrir söngkennara þ. 28. febrúar

Á síðustu ráðstefnu á Hótel Örk fengum við Guðrún Kristinsdóttur pílateskennara til þess að halda fyrirlestur um pilates og hvernig mætti nýta sér það í söngkennslu.

Það var almenn ánægja með Guðrúnu og helst vildu ráðstefnugestir meira.

Því ákváðum við að bjóða ykkur, kæru félagar upp á lengri tíma með Guðrúnu þar sem hún kennir pílates í sambandi við líkamsstöðu og öndun. Námskeiðið verður bæði í fyrirlestrarformi og verklegt að hluta til.

Við hvetjum ykkur til að mæta í SNORRABÚÐ Söngskólans í Reykjavík laugardaginn 28. febrúar kl. 9.30 – 12 og taka þátt, ykkur að kostnaðarlausu.

 

Nánar um námskeiðið:

 

Pilates: líkamsstaða og öndun:

Farið verður yfir líffærafræði stoðkerfisins í tengslum við líkamsstöðu og rétt líkamsstaða útskýrð í máli og myndum. Einnig verður stutt kynning á öndun og tengslum öndunar við stjórnun magavöðva og dýnamísk tengsl þar á milli útskýrð. Fjallað verður um barkakýlið (larynx) og þróun þess hjá mönnum og geta mannsins til að tala útskýrð. Allt er þetta skoðað í heild til að varpa ljósi á hvernig gott er að beita líkamanum í leik og starfi.

Í seinni helmingi námskeiðsins er lögð áhersla á hreyfingu þar sem þáttakendur læra góða öndun og beitingu magavöðva og grindarbotnsvöða. Við gerum mjög léttan Pilatestíma sem mun þar sem söngkennarar fá hugmyndir um hvernig þeir geta hjálpað nemendum sínum að tengja líkama og öndun við líkamsstöðu.

gudrunsvavadans

Um Guðrúnu Kristinsdóttur:

Guðrún útskrifaðist sem dansari og danskennari frá Martha Graham School of
Contemporary Dance í New York. Ásamt því að stunda nám við skólann dansaði
hún með nemendadansflokki skólans og tók þátt í fjöldamörgum sýningum með
flokknum. Á sama tíma hóf hún nám í Pilateskennslu og útskrifaðist sumarið
2012. Guðrún hefur sótt fjölda námskeiða í líffærafræði, hreyfingafræði,
meiðslafyrirbyggingu og ýmsum líkamstengdum fræðum meðal annars hjá Mount
Sinai School of Medicine í New York. Þessa stundina kennir hún við
Listaháskóla Íslands og er nemi í iðnaðar- og vélaverkfræði við Háskóla
Íslands.