Söngleikjadeildin í Vínarborg og fleiri – Ívar Helgason

 Ívar Helgason stundaði nám við söngleikjadeild Tónlistarháskólans í Vínarborg.Hér er heimasíðan hans: Ívar  Hann er á ferð og flugi milli leikhúsa, en gaf sér stund milli Sviss og Stuttgart til að skrifa um nokkra söngleikjaskóla:

Tónlistarháskólinn í Vínarborg

http://www.mdw.ac.at/docs/_parent/start_vorstellung.htm

Söngleikjadeildin í Universitàt für Musik und darstellende Kunst Wien er tveggja ára nám.

Það þarf að fylgjast með á heimasíðunni hvenær þarf að sækja um, oftast að vori og sungið fyrir snemmsumars.

Í prufusöng fyrir söngleikjadeild er krafist : 1 monolog á þýsku, dansprufa (grunnur/ballet, choreografík og framkoma (hvernig maður ber sig)

2 lög (annað helst á þýsku) æskilegt er : 1 ballaða og 1 up-tempo eins og í flestum Söngleikjafyrirsöngum. Gott er ef þeir eru ólíkir að stíl til að sýna breidd og lit raddar.

Mér er ekki kunnugt um styrki innan skólans.

Í söngleikjadeild eru fastir tveir söngkennarar og er þeim úthlutað nemendum, svo að maður fær einfaldlega annan þeirra.

Fyrir þá sem ætla í söng, óperu- og ljóða&óratoríu-deild, þarf aftur á móti að syngja fyrir kennara.  Gott er að mæta snemma, (áður en fyrirsöngvar byrja) og sitja inni í tímum, fylgjast með og syngja fyrir kennara ef manni líkar þeir. Svo er stór hluti að fá samþykki kennarans, eða fá staðfest að hann taki mann að sér. Þá eru einnig betri líkur á því að maður komist inn í skólann. Hægt er að komast inn í skólann án þess að verða sér út um söngkennara, en þá getur maður alveg eins farið út í bílskúr og sagað af sér fæturna, því eftir að skólinn hefst er nánast ógerlegt að komast að hjá kennara, því þeir eru þá búnir að verða sér úti um alla þá nemendatölu sem þeir þurfa.

Varðandi húsnæði, þá þekki ég ekki stúdentagarðana og verður maður að helst að bíta á jaxlinn, leita í BAZAR, hringja(no mercy), skoða og finna sér húsnæði.  Sennilega er einnig hægt að finna sér meðleigjanda (maður ætti að fullvissa sig um að slíkt gangi upp með viðkomandi manneskju áður en maður leggur út í slíkt) en slíkt er að öllum líkindum ódýrara.

Í Söngleikjadeild er stundataflan að mestu fastir tímar: ballett, jazz-dans, stepp-dans, modern-dans, phonetik(framburður), drama(leiklist), repertoire (þar sem unnin eru lög og sviðsett) og hóp-repertoire (þar sem settar eru saman senur úr ýmsu söngleikjum – sem gildir svo jafnan sem prófverkefni). Söngkennsla og undirleikur eru settir í stundatöflu í samráði við kennara. Svo er sett upp skólasýning 1 sinni á ári.

Í Vínarborg er ótrúlegt framboð af tónlist og best er hægt að fylgjast með því með því að verða sér út um plön óperu-, leik-, söngleikjahúsanna í miðasölunum og í kirkjum varðandi kirkjutónlist.

Fyrir nemendur er besti kostur að hanga fyrir utan óperu-og söngleikjahúsin (Kasse) rétt fyrir byrjun sýningar (ca. klukkutíma) og fá ódýran miða (ekki er alltaf víst að allir komist að).  Gott er að hafa með sér leikhúskíki, þrífættan útilegustól (þar sem það er hægt) og náttúrulega góða skapið. Annars er barasta að blæða í almennilegan miða og vona að námslánin dugi út mánuðinn!

 

LISTI YFIR AÐRA HELSTU SÖNGLEIKJASKÓLA: http://neu.musical-links.de/ausbildung.html

…hér er misgóða að finna en þeir sem ég þekki til og mæli með eru hér eftirfarandi:

Performing Center Austria

Zieglergasse 7
1070 Wien
Telefon: +43/01/ 523 56 56
Telefax: +43/01/ 523 56 56 – 11

E-Mail: info@performingcenter.at

http://www.performingcenter.at/

Námstími:                   4 ár (það er talað um 3 á heimasíðunni en í byrjun er 1 ár undirbúningur (nokkurs konar úrtak gert)                  

Mjög góð menntun, nemendasýningar eru settar m.a. upp í Raimund Theater (Annað Aðal-söngleikjahúsanna í Vín)

Mínus:                   Maður er bundinn við umboðsmennsku PCA í nokkur ár að loknu námi.

Termine für die Zulassungsprüfungen im Studienjahr 2006/07: 8. –10. apríl 2006

 

Konservatorium Wien – Privatuniversität

Musikalisches Unterhaltungstheater – Abteilung 9 = Söngleikjadeildin

Johannesgasse 4

1010 Wien / 2. Stock=hæð

Tel.: (01) 512 77 47-89369

Mobil: 0664/847 9070

E-mail: e.pauer@konswien.at

http://www.konservatorium-wien.ac.at/index.php?&akt=64&sub1=1&sub2=2&sub3=64

Námstími:                  4 ár (4 ár(7 og 8 semester) fer í starfsundirbúning nemenda)

Termine für die Zulassungsprüfungen im Studienjahr 2006/07:
1. Termin: 26.04.—29.04.2006, 9:00—18:00 Uhr
Anmeldeschluss  31.03.2006
Ort: Singerstraße Konzertsaal und Seminarraum
Ablauf-Disposition

 

Joop van den Ende ACADEMY

Kehrwieder 6

20457 Hamburg

Tel: (040) 31186-580

Fax: (040)31186-579

E-mail: academy@stage-entertainment.de

http://www.stage-entertainment.de/6988.htm

Námstími:                  3 ár

Mjög góð menntun. Skólinn er hluti af SöngleikjaRisanum á Markaðnum… Stage-Entertainment.

Termine für die Zulassungsprüfungen im Studienjahr 2006/07:

Für die Berufsausbildung ab September 2006 kannst Du Dich noch bis zum 20.01.06 bewerben.
Die Aufnahmeprüfung findet voraussichtlicm am 25./26.02.06 statt.

Nánari upplýsingar varðandi undirbúning og umsóknir prufusöng í nám er að finna á heimasíðum skólanna…svo byrjaðu að grafa!!!

 

…fyrir þá sem finnst þeir hafa lært nóg eða vilja einfaldlega fara í fyrirsöng vil ég benda á:

StagePool

http://www.stagepool.com/

Kær Kveðja

Ívar…