Aðalfundur FÍS 2. okt. sl.

Aðalfundur Félags íslenskra söngkennara var haldinn í Tónlistarskólanum í Reykjavík 2. október 2010 á fimm ára afmæli félagsins.

Signý Sæmundsdóttir flutti skýrslu stjórnar og fór yfir starf félagsins undanfarin fimm ár. M.a. hafa 15-17 fræðslufyrirlestrar verið haldnir af ýmsu tagi og félagsmenn hafa sótt ráðstefnur erlendis.

Dagrún Hjartardóttir gerði grein fyrir fjárhagsstöðu félagsins. Eigið fé félagsins er nú um 668 þús. kr. Reikningar voru samþykktir.

Ný stjórn var kosin. Hana skipa nú Hlín Pétursdóttir, formaður, Dagrún Hjartardóttir, gjaldkeri, Þórunn Guðmundsdóttir, ritari, Ólö-f Kolbrún Harðardóttir og Gunnar Guðbjörnsson. Í varastjórn eru Marta Halldórsdóttir og Elísabet Erlingsdóttir.

Ákveðið var að lækka árgjald úr kr. 2,500.- í kr. 2,000.

Signý flutti þakkarkveðjur frá Garðari Cortes fyrir gjöf sem honum var send í tilefni sjötugsafmælis hans.

Selma Guðmundsdóttir sagði frá Wagner félaginu og fagnaði því að FÍS tæki nú þátt í að senda styrkþega til Bayreuth

Hlín minnti á óformlega fundi, s.k. gleðistundir, eða Happy Hour, sem oftast eru haldnar síðdegis á föstudögum á veitingastað.

Signý þakkaði fráfarandi stjórn störf og óskaði nýrri stjórn velfarnaðar.

Gunnar Guðbjörnsson kynnti menningarsíðu Pressunnar, sem hann sér um og hvatti til þess að láta alla sem koma að menningarlífinu vita.

Veglegar veitingar voru bornar fram.